Nýlega samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fylgigögn með fundum nefnda og ráða bæjarins yrðu gerð opinber án sérstakra beiðna þar um. Gögnin munu fylgja fundargerðum og verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Markmiðið með birtingu gagnanna er að gera verkefni stjórnsýslunnar aðgengilegri og fundargerðir meira upplýsandi. Þessi nýjung er tekin upp í kjölfar samþykktar á endurskoðaðri lýðræðisstefnu bæjarins.
Nýlega samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fylgigögn með fundum nefnda og ráða bæjarins yrðu gerð opinber án sérstakra beiðna þar um. Gögnin munu fylgja fundargerðum og verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins.
Markmiðið með birtingu gagnanna er að gera verkefni stjórnsýslunnar aðgengilegri og fundargerðir meira upplýsandi. Þessi nýjung er tekin upp í kjölfar samþykktar á endurskoðaðri lýðræðisstefnu bæjarins.
Þar er stefnt að því að íbúar hafi greiðan aðgang að öllum gögnum sveitarfélagsins, fyrirtækja þess og samtaka sem það á aðild að, eftir því sem lög og reglugerðir heimila.