Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir því að þjónusta við foreldra ungra barna verði aukin. Þjónustan verður þríþætt. Áfram verður hún borin uppi af dagforeldrum í bænum. Auk þess hefur Mosfellsbær gert samninga við einkarekinn ungbarnaleikskóla um að 10 pláss verði frátekin fyrir börn frá Mosfellsbæ og fleiri samningar eru í skoðun. Einnig verða starfræktar tvær ungbarnadeildir á leikskólum Mosfellsbæjar sem munu taka á móti 28 börnum. Þær verða staðsettar leikskólunum Hlíð og Huldubergi og taka á móti börnum frá eins árs aldri.
Í fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir því að þjónusta við foreldra ungra barna verði aukin. Þjónustan verður þríþætt. Áfram verður hún borin uppi af dagforeldrum í bænum. Auk þess hefur Mosfellsbær gert samninga við einkarekinn ungbarnaleikskóla um að 10 pláss verði frátekin fyrir börn frá Mosfellsbæ og fleiri samningar eru í skoðun. Einnig verða starfræktar tvær ungbarnadeildir á leikskólum Mosfellsbæjar sem munu taka á móti 28 börnum. Þær verða staðsettar leikskólunum Hlíð og Huldubergi og taka á móti börnum frá eins árs aldri.
Ungbarnadeildirnar munu hefja starfsemi fljótlega upp úr áramótum. Þeim sem sótt hafa um leikskólapláss nú þegar fyrir börn sem fædd eru á árinu 2015 verður boðið pláss og innritað verður eftir aldursröð. Elstu börnin sem fædd eru árið 2015 verður fyrst boðið pláss þar og svo koll af kolli. Ungbarnadeildirnar verða því í raun ekki farnar að virka sem skyldi fyrr en með haustinu þegar öll börn sem fædd eru á árinu 2015 hafa fengið úthlutuðu hefðbundnu leikskólaplássi þá verður úthlutað plássum til barna fæddum 2016.
Sótt er um pláss á ungbarnadeildum á Íbúagátt Mosfellsbæjar. Unnið er að breytingum á umsóknarforminu og verður það tilbúið á næstu dögum. Einnig er lagt til að öll gjöld verði samræmd á þann hátt að fram að 18 mánaða aldri barns greiði foreldrar sama gjald fyrir ungbarnaþjónustu, óháð þjónustuformi, en eftir það almennt leikskólagjald. Ný gjaldskrá vegna þess tekur gildi 1. ágúst 2017. Almennar reglur um systkinaafslátt gilda áfram um daggæslu fyrir börn.
Að fá pláss á ungbarnadeild á Hlíð eða Huldubergi þýðir ekki að barninu sé úthlutað plássi á eldri deildum í þeim skólum. Sú staða getur því komið upp að sum börn skipti um leikskóla við tveggja ára aldur. Unnið verður áfram að úthlutun leikskólaplássa út frá búsetu, stærð árganga og skóla og út frá óskum foreldra.