Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. desember 2016

    Í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2017 er gert ráð fyr­ir því að þjón­usta við for­eldra ungra barna verði aukin. Þjón­ust­an verð­ur þrí­þætt. Áfram verð­ur hún borin uppi af dag­for­eldr­um í bæn­um. Auk þess hef­ur Mos­fells­bær gert samn­inga við einka­rek­inn ung­barna­leik­skóla um að 10 pláss verði frá­tekin fyr­ir börn frá Mos­fells­bæ og fleiri samn­ing­ar eru í skoð­un. Einn­ig verða starf­rækt­ar tvær ung­barna­deild­ir á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar sem munu taka á móti 28 börn­um. Þær verða stað­sett­ar leik­skól­un­um Hlíð og Huldu­bergi og taka á móti börn­um frá eins árs aldri.

    Í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2017 er gert ráð fyr­ir því að þjón­usta við for­eldra ungra barna verði aukin. Þjón­ust­an verð­ur þrí­þætt. Áfram verð­ur hún borin uppi af dag­for­eldr­um í bæn­um. Auk þess hef­ur Mos­fells­bær gert samn­inga við einka­rek­inn ung­barna­leik­skóla um að 10 pláss verði frá­tekin fyr­ir börn frá Mos­fells­bæ og fleiri samn­ing­ar eru í skoð­un. Einn­ig verða starf­rækt­ar tvær ung­barna­deild­ir á leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar sem munu taka á móti 28 börn­um. Þær verða stað­sett­ar leik­skól­un­um Hlíð og Huldu­bergi og taka á móti börn­um frá eins árs aldri.

    Ung­barna­deild­irn­ar munu hefja starf­semi fljót­lega upp úr ára­mót­um. Þeim sem sótt hafa um leik­skóla­pláss nú þeg­ar fyr­ir börn sem fædd eru á ár­inu 2015 verð­ur boð­ið pláss og inn­ritað verð­ur eft­ir ald­urs­röð. Elstu börn­in sem fædd eru árið 2015 verð­ur fyrst boð­ið pláss þar og svo koll af kolli. Ung­barna­deild­irn­ar verða því í raun ekki farn­ar að virka sem skyldi fyrr en með haust­inu þeg­ar öll börn sem fædd eru á ár­inu 2015 hafa feng­ið út­hlut­uðu hefð­bundnu leik­skóla­plássi þá verð­ur út­hlutað pláss­um til barna fædd­um 2016.

    Sótt er um pláss á ung­barna­deild­um á Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Unn­ið er að breyt­ing­um á um­sókn­ar­forminu og verð­ur það til­bú­ið á næstu dög­um. Einn­ig er lagt til að öll gjöld verði sam­ræmd á þann hátt að fram að 18 mán­aða aldri barns greiði for­eldr­ar sama gjald fyr­ir ung­barna­þjón­ustu, óháð þjón­ustu­formi, en eft­ir það al­mennt leik­skóla­gjald. Ný gjaldskrá vegna þess tek­ur gildi 1. ág­úst 2017. Al­menn­ar regl­ur um systkina­afslátt gilda áfram um dag­gæslu fyr­ir börn.

    Að fá pláss á ung­barna­deild á Hlíð eða Huldu­bergi þýð­ir ekki að barn­inu sé út­hlutað plássi á eldri deild­um í þeim skól­um. Sú staða get­ur því kom­ið upp að sum börn skipti um leik­skóla við tveggja ára ald­ur. Unn­ið verð­ur áfram að út­hlut­un leik­skóla­plássa út frá bú­setu, stærð ár­ganga og skóla og út frá ósk­um for­eldra. 

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00