Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. maí 2011

  Vel­ferða­ráðu­neyt­ið og Vinnu­mála­stofn­una standa í sum­ar fyr­ir átaks­verk­efni til að fjölga störf­um á veg­um stofn­ana rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, fyr­ir náms­menn og at­vinnu­leit­end­ur. Störfin dreifast um allt land og eru mjög fjöl­breytt.

  moslitVel­ferða­ráðu­neyt­ið og Vinnu­mála­stofn­una standa í sum­ar fyr­ir átaks­verk­efni til að fjölga störf­um á veg­um stofn­ana rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga, fyr­ir náms­menn og at­vinnu­leit­end­ur.
  Störfin dreifast um allt land og eru mjög fjöl­breytt. Um 900 störf voru aug­lýst í sér­stöku aug­lýs­inga­blaði sem dreift var 16.apríl. Lesa má um þetta átak hér

  Um­sókn­ir ásamt fer­il­skrá send­ist á net­fang­ið sum­arstarf [hjá] mos.is.
  Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 2. maí 2011.

   

    

   

  1. Verk­efna­stjórn menn­ing­ar- og tóm­stunda­við­burða í Mos­fells­bæ

  Mos­fells­bær hef­ur hug á að auka við fram­boð á fjöl­breyttri dagskrá menn­ing­ar- og tóm­stunda­við­burða í bæn­um yfir sum­ar­tím­ann og njóta við það liðsinn­is ungs fólks. Störf verk­efna­stjórn­ar ganga út  á skipu­lagn­ingu og fram­kvæmd á þess­um hug­mynd­um und­ir yf­ir­skrift­inni Margt um að vera í Mos­fells­bæ.
   Mark­mið­ið er að efla fram­boð á menn­ingu og af­þrey­ingu í Mos­fells­bæ í sum­ar, hvetja bæj­ar­búa á öll­um aldri til þátt­töku og auka straum ferða­manna til bæj­ar­ins.  Einn­ig fela störf verk­efna­stjórn­ar í sér út­gáfu á sér­stök­um kynn­ing­ar­bæk­lingi um verk­efn­ið.

  Fjöldi starfa: 2
  Starfs­tími: 2 mán­uð­ir

  Hæfnis­kröf­ur: Starf­ið hent­ar nem­um í list­námi, við­burða­stjórn­un, tóm­stunda­fræð­um eða sam­bæri­legu. Lág­marks­ald­ur er 20 ár.

   

  2. Að­stoð vegna ráðn­inga sum­ar­starfs­manna

  Vegna mik­ill­ar aukn­ing­ar á ráðn­ing­um í sum­arstörf ósk­ar bæj­ar­skrif­stof­an í Mos­fells­bæ eft­ir að ráða starfs­mann í átaks­verk­efni í 2 mán­uði. Starf­ið felst í að að­stoða mannauðs­stjóra og launa­deild Mos­fells­bæj­ar við öfl­un upp­lýs­inga vegna ráðn­ing­ar­samn­inga, að­stoð við gerð þeirra og eft­ir­fylgd með tíma­skrán­ing­um sum­ar­starfs­manna.

  Fjöldi starfa: 1
  Starfs­tími: 2 mán­uð­ir

  Hæfnis­kröf­ur: Reynsla af sam­bæri­legu starfi æski­leg. Já­kvætt við­horf og hæfni í mann­leg­um sam­skipt­um. Starf­ið hent­ar náms­mönn­um  á stúd­ents­braut­um eða í há­skóla­námi. Lág­marks­ald­ur 20 ár.

   

  3. Um­sjón með inni­hópi vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar

  Starf­ið felst í um­sjón með hópi nem­enda í vinnu­skóla sem sök­um gróðurof­næm­is geta ekki starfað ut­an­húss. Með­al verk­efna hóps­ins er blaða­út­gáfa og ýmis vinna tengd því.

  Fjöldi starfa: 1
  Starfs­tími:  2 mán­uð­ir

  Hæfnis­kröf­ur: Starf­ið myndi henta nem­um í upp­eld­is­fræði, kennslu­fræði, tóm­stunda­fræði eða sam­bæri­legt. Lág­marks­ald­ur 20 ár.

   

  4. Fræðsla og for­varn­ir í vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar

  Starf­ið felst í um­sjón með ýmis kon­ar fræðslu og for­varn­ar­starfi í vinnu­skóla Mos­fells­bæj­ar. Nú stefn­ir í met­fjölda nem­enda við Vinnu­skól­ann og ann­að sum­ar­ið í röð er því mik­il þörf á að efla starf í kring­um fræðslu og for­varn­ir.

  Fjöldi starfa: 1
  Starfs­tími: 2 mán­uð­ir

  Hæfnis­kröf­ur: Starf­ið hent­ar nem­end­um upp­eld­is­fræði, kennslu­fræði, tóm­stunda­fræði eða sam­bæri­legt. Lág­marks­ald­ur 20 ár.

   

  5. Skönn­un gagna og að­stoð í Þjón­ustu­veri á Bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar

  Um er að ræða átaks­verk­efni í skönn­un og flokk­un ým­issa skjala á bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar. Einn­ig gæti kom­ið til að­stoð við ýmis verk­efni sem til falla í tengsl­um við aukin verk­efni Þjón­ustu­vers Mos­fells­bæj­ar. Starf­ið er unn­ið und­ir stjórn skjala­stjóra og þjón­ust­u­stjóra Mos­fells­bæj­ar.

  Fjöldi starfa: 2
  Starfs­tími: 2 mán­uð­ir

  Hæfnis­kröf­ur: Starf­ið hent­ar nem­um í bóka­safns­fræð­um, arki­tektúr, skjala­stjórn­un, þjón­ust­u­stjórn­un o.fl.  Lág­marks­ald­ur 17 ár.

   

  6. Um­sjón með þrauta­braut í Lága­fells­laug

  Lága­fells­laug mun setja upp upp­blásna þrauta­braut í inni­laug­ina fyr­ir börn og ung­linga á tíma­bil­inu júní til ág­úst. Til að þetta sé mögu­legt þarf að ráða auka starfs­menn í laug­ina til að sinna gæslu við braut­ina. Gæsl­an felst í eft­ir­liti og vökt­un þann­ig að allt fari fram sam­kvæmt skipu­lagi og gild­andi regl­um.

  Fjöldi starfa: 4
  Starfs­tími: 2 mán­uð­ir

  Hæfnis­kröf­ur: Starf­menn þurfa að standast hæfn­is­próf sund­staða og eiga gott með að vinna með börn­um og ung­ling­um. Starf­ið hent­ar nem­um 20 ára og eldri sem stunda nám í upp­eld­is­fræði, fé­lags­fræði eða sam­bæri­legt. Lág­marks­ald­ur 17 ár. 

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00