Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn og atvinnuleitendur. Störfin dreifast um allt land og eru mjög fjölbreytt.
Velferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga, fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.
Störfin dreifast um allt land og eru mjög fjölbreytt. Um 900 störf voru auglýst í sérstöku auglýsingablaði sem dreift var 16.apríl. Lesa má um þetta átak hér
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið sumarstarf [hjá] mos.is.
Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2011.
1. Verkefnastjórn menningar- og tómstundaviðburða í Mosfellsbæ
Mosfellsbær hefur hug á að auka við framboð á fjölbreyttri dagskrá menningar- og tómstundaviðburða í bænum yfir sumartímann og njóta við það liðsinnis ungs fólks. Störf verkefnastjórnar ganga út á skipulagningu og framkvæmd á þessum hugmyndum undir yfirskriftinni Margt um að vera í Mosfellsbæ.
Markmiðið er að efla framboð á menningu og afþreyingu í Mosfellsbæ í sumar, hvetja bæjarbúa á öllum aldri til þátttöku og auka straum ferðamanna til bæjarins. Einnig fela störf verkefnastjórnar í sér útgáfu á sérstökum kynningarbæklingi um verkefnið.
Fjöldi starfa: 2
Starfstími: 2 mánuðir
Hæfniskröfur: Starfið hentar nemum í listnámi, viðburðastjórnun, tómstundafræðum eða sambærilegu. Lágmarksaldur er 20 ár.
2. Aðstoð vegna ráðninga sumarstarfsmanna
Vegna mikillar aukningar á ráðningum í sumarstörf óskar bæjarskrifstofan í Mosfellsbæ eftir að ráða starfsmann í átaksverkefni í 2 mánuði. Starfið felst í að aðstoða mannauðsstjóra og launadeild Mosfellsbæjar við öflun upplýsinga vegna ráðningarsamninga, aðstoð við gerð þeirra og eftirfylgd með tímaskráningum sumarstarfsmanna.
Fjöldi starfa: 1
Starfstími: 2 mánuðir
Hæfniskröfur: Reynsla af sambærilegu starfi æskileg. Jákvætt viðhorf og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið hentar námsmönnum á stúdentsbrautum eða í háskólanámi. Lágmarksaldur 20 ár.
3. Umsjón með innihópi vinnuskóla Mosfellsbæjar
Starfið felst í umsjón með hópi nemenda í vinnuskóla sem sökum gróðurofnæmis geta ekki starfað utanhúss. Meðal verkefna hópsins er blaðaútgáfa og ýmis vinna tengd því.
Fjöldi starfa: 1
Starfstími: 2 mánuðir
Hæfniskröfur: Starfið myndi henta nemum í uppeldisfræði, kennslufræði, tómstundafræði eða sambærilegt. Lágmarksaldur 20 ár.
4. Fræðsla og forvarnir í vinnuskóla Mosfellsbæjar
Starfið felst í umsjón með ýmis konar fræðslu og forvarnarstarfi í vinnuskóla Mosfellsbæjar. Nú stefnir í metfjölda nemenda við Vinnuskólann og annað sumarið í röð er því mikil þörf á að efla starf í kringum fræðslu og forvarnir.
Fjöldi starfa: 1
Starfstími: 2 mánuðir
Hæfniskröfur: Starfið hentar nemendum uppeldisfræði, kennslufræði, tómstundafræði eða sambærilegt. Lágmarksaldur 20 ár.
5. Skönnun gagna og aðstoð í Þjónustuveri á Bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar
Um er að ræða átaksverkefni í skönnun og flokkun ýmissa skjala á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar. Einnig gæti komið til aðstoð við ýmis verkefni sem til falla í tengslum við aukin verkefni Þjónustuvers Mosfellsbæjar. Starfið er unnið undir stjórn skjalastjóra og þjónustustjóra Mosfellsbæjar.
Fjöldi starfa: 2
Starfstími: 2 mánuðir
Hæfniskröfur: Starfið hentar nemum í bókasafnsfræðum, arkitektúr, skjalastjórnun, þjónustustjórnun o.fl. Lágmarksaldur 17 ár.
6. Umsjón með þrautabraut í Lágafellslaug
Lágafellslaug mun setja upp uppblásna þrautabraut í innilaugina fyrir börn og unglinga á tímabilinu júní til ágúst. Til að þetta sé mögulegt þarf að ráða auka starfsmenn í laugina til að sinna gæslu við brautina. Gæslan felst í eftirliti og vöktun þannig að allt fari fram samkvæmt skipulagi og gildandi reglum.
Fjöldi starfa: 4
Starfstími: 2 mánuðir
Hæfniskröfur: Starfmenn þurfa að standast hæfnispróf sundstaða og eiga gott með að vinna með börnum og unglingum. Starfið hentar nemum 20 ára og eldri sem stunda nám í uppeldisfræði, félagsfræði eða sambærilegt. Lágmarksaldur 17 ár.