Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína um land allt á kjörtímabilinu.
Mánudaginn 29. ágúst verður skrifstofa ráðherra staðsett á Bókasafni Mosfellsbæjar þaðan sem hún mun sinna fjölbreyttum verkefnum ráðherra.
Ráðherra býður einnig öll áhugasöm velkomin í opna viðtalstíma á bókasafninu kl. 10:30-11:30. Á opnum viðtalstímum gefst tækifæri til að viðra hugmyndir og koma athugasemdum tengdum málefnum á borði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á framfæri, milliliðalaust.