Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. apríl 2016

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2015 var lagð­ur fram í bæj­ar­ráði í dag og jafn­framt tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2015 var lagð­ur fram í bæj­ar­ráði í dag og jafn­framt tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

    Rekstr­arnið­ur­staða A og B hluta er í sam­ræmi við það sem lagt var upp með í fjár­hags­áætlun. Tekj­ur árs­ins námu 8.227 millj­ón­um, launa­kostn­að­ur 3.925 millj­ón­um og ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 3.401 millj­ón­um. Rekstr­arnið­ur­staða án af­skrifta og fjár­magnsliða nam því 901 millj­ón­um eða 11% af tekj­um. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða er rekstr­araf­gang­ur A og B hluta 28 millj­ón­ir.

    Veltufé frá rekstri er 689 millj­ón­ir eða rúm­lega 8% af tekj­um. Eig­ið fé í árslok nam 4.147 millj­ón­um og eig­in­fjár­hlut­fall 25%. Skulda­við­mið er 122% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um. Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins er vel við­un­andi mið­að við þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum. Sú upp­bygg­ing er í sam­ræmi við markmið sveit­ar­fé­lags­ins um góða heild­stæða þjón­ustu við alla ald­urs­hópa og fjölg­un íbúa.

    Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn ábyrg­ur. Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans runnu 3.348 millj­ón­ir eða 52% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 1.300 millj­ón­um og eru þar með­talin mál­efni fatl­aðs fólks. Íþrótta- og æsku­lýðs­mál eru þriðja stærsta verk­efni bæj­ar­ins en til þeirra mála var var­ið um 715 millj­ón­um. Sam­tals er því 84% skatt­tekna Mos­fells­bæj­ar var­ið til fræðslu-, fé­lags­þjón­ustu- og íþrótta­mála.

    Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar voru 9.481 um síð­ustu ára­mót og hafði fjölgað um 2% á milli ára. Mos­fells­bær er sjö­unda fjöl­menn­asta sveit­ar­fé­lag lands­ins og þar störf­uðu 616 starfs­menn í 512 stöðu­gild­um á ár­inu 2015.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri:
    „Ég er ánægð­ur með hversu vel tókst að standa við upp­haf­legu fjár­hags­áætlun árs­ins 2015. Launa­kostn­að­ur hef­ur auk­ist mik­ið síð­ustu miss­eri og sést það glöggt á árs­reikn­ingn­um sem nú er lagð­ur fram. Sveit­ar­fé­lög hafa í sam­ein­ingu kallað ákaft eft­ir við­ræð­um við rík­ið um end­ur­skoð­un tekju­skipt­ing­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga sem ekki hef­ur enn skilað nið­ur­stöðu. Mér finnst mik­il­vægt að því ákalli verði svarað. Ég er þó bjart­sýnn á að starfs­mönn­um Mos­fells­bæj­ar muni takast að halda áfram að reka Mos­fells­bæ með hag­sýni og ráð­deild að leið­ar­ljósi.“

    Árs­reikn­ing­ur­inn verð­ur tek­inn til seinni um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 27. apríl 2016.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í síma 525-6700.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00