Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. apríl 2014

    Af­gang­ur af rekstri Mos­fells­bæj­ar. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2013 var lagð­ur fram í bæj­ar­ráði í dag og hon­um vísað til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn. Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2013 og var rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði um 549 millj­ón­ir sem er um 8% af tekj­um. Nið­ur­stað­an er í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða var af­gang­ur af rekstri bæj­ar­ins um 31 millj­ón­ir eða 0,4% af tekj­um.

    AF­GANG­UR AF REKSTRI MOS­FELLS­BÆJ­AR
    Árs­reikn­ing­ur 2013 lagð­ur fram

    – FRÉTTA­TIL­KYNN­ING –  3. apríl 2014

    Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2013 var lagð­ur fram í bæj­ar­ráði í dag og hon­um vísað til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn.

    Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2013 og var rekstr­araf­gang­ur fyr­ir fjár­magnsliði um 549 millj­ón­ir sem er um 8% af tekj­um. Nið­ur­stað­an er í sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Að teknu til­liti til fjár­magnsliða var af­gang­ur af rekstri bæj­ar­ins um 31 millj­ón­ir eða 0,4% af tekj­um.

    Íbú­ar Mos­fells­bæj­ar voru 9.075 um síð­ustu ára­mót og hafði fjölgað um 1,1% á milli ára.

    Hóf­leg skuld­setn­ing
    Kenni­töl­ur úr rekstri bera vott um trausta stöðu bæj­ar­sjóðs. Veltufé frá rekstri eru 701 millj­ón sem eru 10% af rekstr­ar­tekj­um. Eig­ið fé nem­ur 3.952 millj­ón­um og er eig­in­fjár­hlut­fall 29%. Skulda­við­mið er 126% sem er vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um.

    83% af skatt­tekj­um fara í fræðslu-, fé­lags- og íþrótta­mál
    Fræðslu­mál eru lang­stærsti mála­flokk­ur­inn en til hans runnu 2.679 millj­ón­ir á ár­inu 2013 eða helm­ing­ur af skatt­tekj­um. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 1.112 millj­ón­um og eru þar með­talin mál­efni fatl­aðs fólks. Íþrótta- og æsku­lýðs­mál eru þriðja stærsta verk­efni bæj­ar­ins en til þeirra mála var var­ið um 633 millj­ón­um.

    Mik­il upp­bygg­ing í Mos­fells­bæ
    Um 1.664 millj­ón­um var var­ið í fram­kvæmd­ir á ár­inu 2013 til þess að styðja við þann vöxt og þá upp­bygg­ingu sem er í sveit­ar­fé­lag­inu. Stærstu fram­kvæmd­irn­ar voru bygg­ing fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ sem tók til starfa í árs­byrj­un 2014, bygg­ing 30 rýma hjúkr­un­ar­heim­il­is sem vígð var sum­ar­ið 2013, bygg­ing nýs íþrótta­húss, leik­skóla og þjón­ustumið­stöðv­ar fyr­ir aldr­aða. Á ár­inu var veru­leg­um fjár­mun­um jafn­framt var­ið í við­hald og end­ur­bæt­ur á skóla­hús­næði og íþrótta­að­stöðu í bæn­um.

    Reikn­ing­ur­inn verð­ur lagð­ur fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn 9. apríl og til síð­ari um­ræðu 23. apríl.

    Hægt er að skoða árs­reikn­inga hér

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í síma 862 0012

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00