Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. september 2022

    Rekstr­arnið­ur­staða Mos­fells­bæj­ar á fyrri helm­ing árs­ins var nei­kvæð um 940 m.kr sem er 500 m.kr lak­ari nið­ur­staða en áætlað var.

    Rekstr­ar­tekj­ur námu 9.058 m.kr sem er 226 m.kr hærri en áætlun gerði ráð fyr­ir. Þar vega þyngst hærri út­svar­s­tekj­ur. Rekstr­ar­gjöld námu 9.141 m.kr sem eru 330 m.kr um­fram áætlun. Sá mun­ur skýrist helst af hærri út­gjöld­um til mál­efna fatl­aðra, aukn­um kostn­aði vegna snjómokst­urs og hærri við­haldskostn­að­ar.

    Rekstr­arnið­ur­staða án fjár­magnsliða er því 83 m.kr, eða um 104 m.kr lak­ari en áætlað var. Dag­leg­ur rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins er því sem næst í sam­ræmi við þau markmið um þjón­ustu og kostn­að við að veita hana sem lagt var upp með í fjár­hags­áætlun árs­ins.

    Það sem veg­ur þyngst í lak­ari rekstr­arnið­ur­stöðu tíma­bils­ins er mun hærri verð­bólga en gert var ráð fyr­ir í fjár­hags­áætlun. Því eru fjár­magns­gjöld 396 m.kr um­fram áætlun sem er um 89%.

    „Það er ljóst af upp­gjör­inu að það eru krefj­andi tím­ar í um­hverfi sveit­ar­fé­laga, ekki bara hér í Mos­fells­bæ held­ur á land­inu öllu. Vaxtaum­hverf­ið sem við búum við hækk­ar lán sveit­ar­fé­lag­anna – eins og heim­il­anna í land­inu og hef­ur óneit­an­lega áhrif á rekst­ur­inn. Mála­flokk­ur fatl­aðs fólks er ann­ar rekstr­ar­þátt­ur þar sem sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ákveð­ið að stilla sam­an strengi og óska eft­ir aukn­um tekju­stofn­um til að standa und­ir þess­um mik­il­væga rekstri.“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. ,,Til viðbótar eiga eftir að koma útgjöld vegna leigu á kennslustofum fyrir Kvíslarskóla en umfangsmiklar endurbætur hafa staðið þar yfir sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins“.

    Ef horft er til fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar til næstu fjögurra ára er  gert ráð fyrir viðsnúningi á rekstrinum að þeim forsendum gefnum að  niðursveiflan í hagkerfinu  verði skammvinn.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00