Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. nóvember 2015

  Það er eðli­legt að glotta út í ann­að yfir Al­þjóða kló­sett­deg­in­um.

  Viss­ir þú samt að 2,4 millj­arð­ar jarð­ar­búa mega sætta sig við öm­ur­leg­ar að­stæð­ur til að örna sér og að einn millj­arð­ur bræðra okk­ar og systra hef­ur hreint ekk­ert kló­sett.

  Í dag er al­þjóð­legi kló­sett­dag­ur­inn. Þema dags­ins í ár er hið gríð­ar­lega vanda­mál á heimsvísu, sem er skort­ur á full­nægj­andi að­gengi að sal­ern­is­að­stöðu. Í dag hafa 2,4 millj­arð­ar manna ekki full­nægj­andi að­g­ang og hjá 1 milljarð er varla nokk­ur að­staða til stað­ar og vanda­mál­ið sér­stak­lega ákallandi. Frek­ari upp­lýs­ing­ar um dag­inn í ár, og hvað við get­um gert til að taka þátt, má finna á vef Sam­ein­uðu þjóð­anna, en það eru und­ir­sam­tök þeirra UN Water sem bera ábyrgð á al­þjóð­legri skipu­lagn­ingu dags­ins.

  Hér á Ís­landi er ástand­ið auð­vitað allt ann­að og mun betra, en hjá Samorku er dag­ur­inn not­að­ur til að vekja at­hygli al­menn­ings á mik­il­vægi þess að fara vel með frá­veitu­kerfin okk­ar og sér­lega passa hvað er lát­ið í kló­sett­ið. Við þekkj­um öll áhrifin á kerfin okk­ar, hvort sem um er að ræða blaut­þurrk­ur, eyrnap­inna eða að­r­ar óæski­leg­ar vör­ur, sem eiga heima í rusl­inu.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00