Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. desember 2014

  At­hygli er vakin á að sam­kvæmt lög­um um húsa­leigu­bæt­ur nr. 138/1997 skal end­ur­nýja um­sókn um húsa­leigu­bæt­ur ár­lega í upp­hafi árs og gild­ir um­sókn­in til árs­loka eða jafn­lengi og gild­is­tími húsa­leigu­samn­ings.

  Sam­kvæmt regl­um Mos­fells­bæj­ar um sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur skal end­ur­nýja um­sókn­ir um sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur sam­hliða al­menn­um húsa­leigu­bót­um, gild­ir um­sókn aldrei leng­ur en sex mán­uði og eða jafn­lengi og gild­is­tími húsa­leigu­samn­ings.

  Um­sækj­end­ur um al­menn­ar og sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur í Mos­fells­bæ eru minnt­ir á að skila um­sókn og fylgiskjöl­um fyr­ir árið 2015 á þjón­ustugátt eða í þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2 í síð­asta lagi 16. janú­ar 2015.

  Hús­næð­is­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00