Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. janúar 2016

    Lands­leik­ur­inn All­ir lesa fer aft­ur af stað á bónda­dag­inn, 22. janú­ar, og stend­ur yfir í um mán­uð.

    Fyrsti leik­ur­inn sló í gegn en lesn­ir klukku­tím­ar voru vel yfir 70.000. Þeg­ar lest­ur var skoð­að­ur eft­ir bú­setu sátu Vest­manna­ey­ing­ar í efsta sæti en Mos­fells­bær hafn­aði í 28. sæti af 74. Kon­ur reynd­ust lesa tölu­vert meira en karl­ar en fróð­legt verð­ur að sjá hvern­ig lest­ur­inn dreif­ist í ár. Nú þeg­ar hef­ur öll borg­ar­stjórn Reykjar­vík­ur skráð sig til leiks og ljóst að höf­uð­borg­in stefn­ir á að lesa til sig­urs. Liða­keppn­in skipt­ist í þrjá flokka: vinnu­staða­flokk, skóla­flokk og op­inn flokk.

    Lands­leik­ur­inn er til­valin leið til að hrista fólk sam­an og skemmta sér við lest­ur um leið og keppt er til sig­urs. Hægt er að mynda lið með hverj­um sem er, til dæm­is vinnu­staðn­um, fjöl­skyld­unni, les­hringn­um, sauma­klúbbn­um eða vina­hópn­um. Þátt­tak­end­ur mynda lið og skrá lest­ur á vef­inn all­ir­lesa.is. Þau lið sem verja sam­an­lagt mest­um tíma í lest­ur standa uppi sem sig­ur­veg­ar­ar. Í lokin eru sig­urlið heiðr­uð með við­ur­kenn­ing­um og verð­laun­um.

    Skrán­ing liða hófst á all­ir­lesa.is þann 15. janú­ar og lands­leik­ur­inn er í gangi frá 22. janú­ar til 21. fe­brú­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00