Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. mars 2019

    Á fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 20. mars var til­laga full­trúa D- og V- lista um út­tekt á raka­skemmd­um í öllu skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt ein­róma. Til­lag­an var eft­ir­far­andi: „Full­trú­ar D- og V- lista leggja til að um­hverf­is­sviði verði fal­ið að láta fram­kvæma skoð­un á öllu skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar m.t.t. raka­skemmda og hugs­an­legs ör­veru­vaxt­ar tengd­um þeim. Ef fram koma merki um ör­veru­vöxt í þeirri skoð­un verði strax gerð áætlun um úr­bæt­ur og ráð­ist í þær.

    Á fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 20. mars var til­laga full­trúa D- og V- lista um út­tekt á raka­skemmd­um í öllu skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar sam­þykkt ein­róma.

    Til­lag­an var eft­ir­far­andi:
    „Full­trú­ar D- og V- lista leggja til að um­hverf­is­sviði verði fal­ið að láta fram­kvæma skoð­un á öllu skóla­hús­næði Mos­fells­bæj­ar m.t.t. raka­skemmda og hugs­an­legs ör­veru­vaxt­ar tengd­um þeim. Ef fram koma merki um ör­veru­vöxt í þeirri skoð­un verði strax gerð áætlun um úr­bæt­ur og ráð­ist í þær.

    Þrátt fyr­ir þær þrjár út­tekt­ir sem Efla hef­ur gert á hús­næði Varmár­skóla og úr­bæt­ur í kjöl­far þeirra eru enn uppi efa­semd­ir í skóla­sam­fé­lag­inu í Mos­fells­bæ um að nóg sé að gert.
    Því er mik­il­vægt að fyrsta verk­efni tengt þess­ari skoð­un verði að ráð­ast í heild­stæða út­tekt á Varmár­skóla og mæla loft­gæði þann­ig að ekki leiki vafi á að hús­næði skól­ans mæti kröf­um sem gerð­ar eru til skóla­hús­næð­is.“

    Á bæj­ar­stjórn­ar­fund­in­um kom fram breyt­ing­ar­til­laga um að bæj­ar­stjórn stæði sam­eig­in­lega að til­lög­unni og var til­lag­an ásamt breyt­ing­ar­til­lög­unni sam­þykkt með 9 at­kvæð­um allra bæj­ar­full­trúa.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar:
    „Að und­an­förnu hafa ver­ið mikl­ar um­ræð­ur um raka og mögu­leg­an ör­veru­vöxt í skóla­hús­næði á Ís­landi. Í hverj­um skól­an­um á fæt­ur öðr­um hafa ver­ið frétt­ir af raka­vand­mál­um og í ein­hverj­um til­vik­um hef­ur ör­veru­vöxt­ur náð sér á strik.

    Við hjá Mos­fells­bæ höf­um alltaf tek­ið hlut­verk okk­ar á sviði skóla­mála al­var­lega og vilj­um vera eins viss og frekast er unnt um að okk­ar hús­næði sé í góðu lagi. Á þessu stigi höf­um við eng­an sér­stak grun um vanda­mál á þessu sviði en vilj­um leita af okk­ur all­an grun.

    Í vinnu okk­ar við við­hald og rekst­ur Varmár­skóla hafa greinst þrír af­mark­að­ir stað­ir þar sem ör­veru­vaxt­ar hef­ur orð­ið vart og hef­ur ver­ið brugð­ist við þeim vanda. Næsta skref í því hús­næði er því að ráð­ast í heild­stæða út­tekt á Varmár­skóla og mæla loft­gæði þar enda má eng­in vafi ríkja um heil­næmi skóla­hús­næð­is í Mos­fells­bæ. Við mun­um leggja okk­ur fram við að halda öll­um upp­lýst­um um fram­gang mála.

    Ég fagna því sér­stak­lega að um næstu að­gerð­ir í þess­um mál­um ríki góð sátt að með­al allra bæj­ar­full­trúa.“

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00