Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. maí 2017

    Stuðn­ing við af­reks­fólk í Mos­fells­bæ sem stund­ar íþrótt eða tóm­st­und með fé­lög­um utan bæj­ar­ins.  REGL­URN­AR

    Inn­gang­ur:
    Um langt ára­bil hafa yf­ir­menn íþrótta- og tóm­stunda­mála bæj­ar­ins veitt af­reks­fólki sem á lög­heim­ili í bæn­um en stund­ar íþrótt sína eða tóm­st­und með fé­lagi utan bæj­ar­ins fjár­styrk vegna ým­issa stærri verk­efna þeirra.

    Meg­in­regl­an er sú af­reks­fólk í Mos­fells­bæ og þjálf­ar­ar/leið­bein­end­ur sækja um styrki inn­an síns íþrótta- og tóm­stunda­fé­lags. Fé­lög­in fá á hverju ári fram­lag frá Mos­fells­bæ í af­reks- og styrkt­ar­sjóð til að mæta kostn­aði af­reks­fólks vegna æf­inga og keppn­is­ferða og til að auð­velda þjálf­ur­um/leið­bein­end­um að efla sig í starfi. Hvert fé­lag um sig ráð­staf­ar þess­um fjár­mun­um í sam­ræmi við það.

    Mark­mið­ið með þess­um vinnu­regl­um er að færa í orð það verklag sem þeg­ar hef­ur ver­ið við­haft af íþrótta- og tóm­stunda­nefnd og starfs­mönn­um bæj­ar­ins vegna þessa stuðn­ings. Þó meg­in­regl­an sé sú að þeg­ar ósk­ir frá af­reks­fólki berast eigi að fjalla um þær og af­greiða í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd þá koma upp til­vik þar sem bregð­ast þarf hratt við og eða nefnd­ar­störf liggja niðri. Þá hafa starfs­menn nefnd­ar­inn­ar fullt um­boð til að af­greiða er­indi og kynna á næsta reglu­lega fundi nefnd­ar­inn­ar.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd ber ábyrð á því að styrk­fjár­hæð­ir hvers árs séu inn­an fjár­heim­ilda og við það mið­að við að styrk­ir til ein­stak­linga séu að jafn­aði á milli 25.000 kr. og 40.000 kr. sem ræðst af verk­efn­um þeirra. Það kunna að koma upp til­vik þar sem styrk­ur get­ur ver­ið hærri en þó ekki hærri en 80.000 kr. Starfs­menn upp­lýsa nefnd­ina reglu­lega um fjölda ein­stak­linga sem hljóta fjár­styrk og upp­hæð­ir styrkja.

    Fjár­styrk­ir eru veitt­ir vegna:

    Ferða inn­an­lands og er­lend­is vegna æf­inga, keppni fyr­ir lands­l­ið eða þátt­töku í við­burð­um hjá lands­sam­bandi sem tengjast íþrótt eða tóm­st­und við­kom­andi
    Þátt­töku á Ólymp­íu­leik­um, Norð­ur­landa-, Evr­ópu-, Heims­meist­ara­mót­um, Smá­þjóða­leik­um eða öðr­um sam­bæri­leg­um mót­um eða við­burð­um íþrótta- og tóm­stunda­fé­laga.
    Um um­sækj­end­ur og um­sókn­ir:
    Um­sókn­ir skulu vera í nafni um­sókn­ar­að­ila, und­ir­rit­að­ar af hon­um og stað­fest af formanni fé­lags eða þjálf­ara. Sé um­sækj­andi yngri en 18 ára skal for­ráða­mað­ur hans stað­festa um­sókn­ina. Sækja skal um á eyðu­blaði sem unnt er að nálg­ast á vef bæj­ar­ins. Til að auð­velda ákvörð­un er mik­il­vægt að um­sækj­andi vandi alla gerð um­sókn­ar og er æski­legt að með henni fylgi:

    Áætlan­ir um æf­ing­ar og fyr­ir­hug­aða þátt­töku í keppn­um og markmið íþrótta­manns­ins.
    Fjár­hags­áætlun vegna æf­inga eða keppni eða þátt­töku í við­burði/móti
    Að­r­ar upp­lýs­ing­ar sem um­sækj­andi met­ur mik­il­væg­ar.
    Öll­um um­sókn­um er svarað skrif­lega.

    Sam­þykkt í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar 23. maí 2013

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00