Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. október 2010

    Sigurður Ingvi SnorrasonÍ til­efni af sex­tugsaf­mæli Sig­urð­ar Ing­va Snorra­son­ar klar­in­ettu­leik­ara og bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar 2009 verða haldn­ir tón­leik­ar íLang­holts­kirkju fimmtu­dag­inn 14. októ­ber.

    Sigurður Ingvi SnorrasonÍ til­efni af sex­tugsaf­mæli Sig­urð­ar Ing­va Snorra­son­ar, klar­in­ettu­leik­ara og bæj­arlista­manns Mos­fells­bæj­ar 2009, verða haldn­ir tón­leik­ar íLang­holts­kirkju fimmtu­dag­inn 14. októ­ber nk. Sig­urð­ur pant­aði verk­ið hjá Þórði Magnús­syni í til­efni af­mæl­is­ins, hljóð­færa­skip­an er sú sama og í verki Messia­en.

    Und­ir­bún­ing­ur þeirra hef­ur stað­ið lengi og hvert nýtt verk eft­ir Þórð­vek­ur at­hygli, t.d. frum­flutti Sin­fón­íu­hljóm­sveit­in verk eft­ir hann íapríl sl. sem hlaut góð­ar við­tök­ur.

    Sig­urð­ur hef­ur starfað á Ís­landi frá ár­inu 1972 og hef­ur ver­ið íS­in­fón­íu­hljóm­sveit­inni megn­ið af þeim tíma, en hann læt­ur af störf­um ívor.

    Kvartett Messia­en er eitt magn­að­asta kammer­verk 20. ald­ar­inn­ar.

    Til­urð Kvart­etts um endalok tím­ans er fræg; Messia­en var tek­inn til­fanga 1940 og færð­ur í fanga­búð­ir í Gör­litz ásamt fjölda landa sinna. Þar samdi hann kvart­ett­inn fyr­ir hljóð­færa­leik­ara og sam­fanga sína þar,   til­vilj­un réði því hljóð­færa­skip­an. Sjálf­ur lék hann á pí­anó­ið.  Frum­flutn­ing­ur fór fram í Gör­litz í janú­ar1941 fyr­ir sam­fanga og Þjóð­verj­ana, en einn þeirra hafði reynst Messia­en­sér­stak­lega vin­veitt­ur, út­veg­aði hon­um papp­ír og skrif­færi og sá til­þess að hann hefði næði til að semja.

    STAЭUR OG STUND:   Lang­holts­kirkja, fimmtu­dag­inn 14. októ­ber 2010 kl. 20:00 
    HVERJ­IR:   Sig­urð­ur Ingvi Snorra­son, klar­in­etta
    Sigrún Eð­valds­dótt­ir, fiðla
    Bryndís Halla Gylfa­dótt­ir, selló
    Anna Guðný Guð­munds­dótt­ir, pí­anó 
    HVAÐ:     Kvartett um endalok tím­ans eft­ir Oli­vier Messia­en  (1941)
    Kvartett eft­ir Þórð Magnús­son (frum­flutn­ing­ur)      (2010) 
    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00