Í tilefni af sextugsafmæli Sigurðar Ingva Snorrasonar klarinettuleikara og bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2009 verða haldnir tónleikar íLangholtskirkju fimmtudaginn 14. október.
Í tilefni af sextugsafmæli Sigurðar Ingva Snorrasonar, klarinettuleikara og bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2009, verða haldnir tónleikar íLangholtskirkju fimmtudaginn 14. október nk. Sigurður pantaði verkið hjá Þórði Magnússyni í tilefni afmælisins, hljóðfæraskipan er sú sama og í verki Messiaen.
Undirbúningur þeirra hefur staðið lengi og hvert nýtt verk eftir Þórðvekur athygli, t.d. frumflutti Sinfóníuhljómsveitin verk eftir hann íapríl sl. sem hlaut góðar viðtökur.
Sigurður hefur starfað á Íslandi frá árinu 1972 og hefur verið íSinfóníuhljómsveitinni megnið af þeim tíma, en hann lætur af störfum ívor.
Kvartett Messiaen er eitt magnaðasta kammerverk 20. aldarinnar.
Tilurð Kvartetts um endalok tímans er fræg; Messiaen var tekinn tilfanga 1940 og færður í fangabúðir í Görlitz ásamt fjölda landa sinna. Þar samdi hann kvartettinn fyrir hljóðfæraleikara og samfanga sína þar, tilviljun réði því hljóðfæraskipan. Sjálfur lék hann á píanóið. Frumflutningur fór fram í Görlitz í janúar1941 fyrir samfanga og Þjóðverjana, en einn þeirra hafði reynst Messiaensérstaklega vinveittur, útvegaði honum pappír og skriffæri og sá tilþess að hann hefði næði til að semja.
STAÐUR OG STUND: | Langholtskirkja, fimmtudaginn 14. október 2010 kl. 20:00 |
HVERJIR: | Sigurður Ingvi Snorrason, klarinetta Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla Bryndís Halla Gylfadóttir, selló Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó |
HVAÐ: | Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen (1941) Kvartett eftir Þórð Magnússon (frumflutningur) (2010) |