Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. október 2010

    Hvað býr í pípuhattinum?Verk­ið Hvað býr í pípu­hatt­in­um verð­ur sett upp í Kjarna laug­ar­dag­inn 16. októ­ber næst­kom­andi. Verk­ið sæk­ir inn­blást­ur sinn í sög­urn­ar um Æv­in­týri Múmí­nálf­anna, hug­mynda­fræði og hug­ar­heim þeirra.

    Hvað býr í pípuhattinum?Hvað býr í pípu­hatt­in­um? er lif­andi inn­setn­ing eða lif­andi leik­völl­ur fyr­ir börn og full­orðna…eða jafn­vel börn á öll­um aldri, sem sett­ur verð­ur upp í Kjarna á laug­ar­dag­inn næst­kom­andi, þann 16. októ­ber. Verk­ið er unn­ið af 4 lista­mönn­um sem koma úr hinum ýmsu geir­um lista­heims­ins; Sunnu Schram, mynd­lista­konu, Hann­esi Óla Ág­ústs­syni og Æv­ari Þór Bene­dikts­syni, leik­ur­um og Ragn­heiði Bjarn­ar­son, dans­ara og fjöll­ista­konu en hún er ein­mitt heil­inn á bak við verk­ið og verk­efn­a­stýra þess.
     
    Verk­ið sæk­ir inn­blást­ur sinn í sög­urn­ar um Æv­in­týri Múmí­nálf­anna, hug­mynda­fræði og hug­ar­heim þeirra. Hver af lista­mönn­un­um kynnti sér sög­urn­ar um Múmí­nálf­ana og vann síð­an út frá einni per­sónu sinn hluta verks­ins sem er síð­an skeytt sam­an við aðra í eitt stórt völ­und­ar­hús sem áhorf­end­ur ganga í gegn­um. Í völ­und­ar­hús­inu fá áhorf­end­ur að upp­lifa mis­mun­andi heima sem inni­halda mis­mun­andi til­finn­ing­ar, lykt­ir og nostal­g­í­ur, heima sem bjóða upp á marg­vís­lega mögu­leika og skapa lif­andi leik­völl fyr­ir þá sem inn í verk­ið ganga.

    Allskon­ar uppá­kom­ur svo sem gjörn­ing­ar, upp­lest­ur, hljóð­verk og leik­ir, eiga sér stað inn í verk­inu, en áhorf­end­um er frjálst að ganga um rým­ið og skoða á sýn­ing­ar­tíma. Einn­ig er í boði fyr­ir áhorf­end­ur að fá verk­efna­lista þeg­ar þeir mæta, sem þeir geta leyst í sam­starfi við yngra fólk­ið eða bara leyft sér að vafra um og upp­götva rýmin á sín­um for­send­um. Þess má til gamans geta að ólíkt flest­um list­sýn­ing­um þar sem ekki má snerta neitt þá er öll­um áhorf­end­um guð­vel­kom­ið að snerta allt sem þeir vilja….

    Hver býr í pípu­hatt­in­um er styrkt af Barna­menn­ing­ar­sjóði og Menn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar. Verk­ið verð­ur sýnt í 2 helg­ar í Út­gerð­inni, 2-3. og 9-10 okt. og er opið frá 14 til 17 þá daga en svo legg­ur hóp­ur­inn land und­ir fót og flyt­ur verk­ið alla leið upp í Mos­fells­bæ, en verk­ið verð­ur sýnt í Kjarn­an­um í Mos­fells­bæ 16. okt og er opið frá 14-17. Miða­verði er stillt í hóf og kost­ar að­eins 500 kr. inn.

    Upp­lýs­ing­ar og að­stand­end­ur:

    HVAÐ BÝR Í PÍPU­HATT­IN­UM?

    Sýnt í Kjarna Mos­fells­bæ 16. okt.
    Rým­ið er opið milli 14:00 – 17:00
    Að­gangs­eyr­ir: 500 kr. frítt fyr­ir 2. ára og yngri.
    Upp­lýs­ing­ar í síma 697-8633

    Að­stand­end­ur verks­ins:
    Hug­mynda­smíð & verk­efn­a­stýra: Ragn­heið­ur  Bjarn­ar­son Kontakt­að­ili: s. 697-8633
    Höf­und­ar: Hann­es Óli Ág­ústs­son, Ragn­heið­ur Bjarn­ar­son, Sunna Schram og Ævar Þór Bene­dikts­son.
    Tón­smíð: Arndís Hreið­ars­dótt­ir
    Hönn­un kynn­ing­ar­efn­is: Brynja Björns­dótt­ir.
    Sér­leg­ur að­stoð­ar­mað­ur: Eva Signý Ber­ger.

    Upp­lýs­ing­ar um þátt­tak­end­ur:

    Hann­es Óli Ág­ústs­son út­skrif­að­ist úr Leik­list­ar­deild LHÍ vor­ið 2009. Hann­es hef­ur unn­ið eft­ir út­skrift með Hreyfi­þró­un­ar­sam­steyp­unni og Áhuga­fé­lagi At­vinnu­manna ásamt því að leika í kvik­mynd­inni Bjarn­freð­ar­son og leik­rit­inu Mun­að­ar­laus. Hann­es mun starfa hjá Þjóð­leik­hús­inu vet­ur­inn 2010-2011.

    Ragn­heið­ur Bjarn­ar­son út­skrif­að­ist frá Leik­list­ar­deild, dans­braut, LHÍ vor­ið 2009. Eft­ir út­skrift  hef­ur Ragn­heið­ur unn­ið og sýnt verk­ið Kyrrja. Hún sýndi á lista­há­tíð­inni Jónsvöku, sem var hald­in sl sum­ar, verkin Kyrrja og Þráð­ar­haft. Einn­ig er Ragn­heið­ur ein af stofn­end­um Hreyfi­þró­un­ar­sam­steyp­unn­ar og hef­ur sýnt og starfað með henni síð­an 2005. Hóp­ur­inn var til­nefnd­ur til Grímu­verð­launa árið 2009 og 2010.

    Sunna Schram út­skrif­að­ist úr mynd­list­ar­deild LHÍ vor­ið 2010. Síð­an þá hef­ur Sunna sett upp verk í  Crymo galle­ríi og í Skaft­felli á Seyð­is­firði. Einn­ig var Sunna með verk á Listær­ingi sem nú var stað­sett­ur á Stöðvafirði. Sunna fæst miklu leiti við vi­deo­verk, tex­tíl og inn­setn­ing­ar í list­sköp­un sinni.

    Ævar Þór Bene­dikts­son út­skrif­að­ist sem leik­ari úr leik­list­ar­deild LHÍ vor­ið 2010. Hann lék í sjón­varps­þátt­un­um Dagvakt­inni og Rétti auk þess að taka þátt í Grease í Loft­kastal­an­um. Ævar hef­ur búið til mik­ið af barna­efni bæði fyr­ir út­varp og sjón­varp, auk þess að vera höf­und­ur smá­sagna­safns­ins ,,Stór­kost­legt líf herra Rós­ar og fleiri sög­ur af ótrú­lega venju­legu fólki”. Þá er hann einn af stofn­end­um leik­hóps­ins Homo Ludens.

    ———————————————

    Halló, ósköp gam­an að sjá þig!

    Láttu mig ekki trufla… Ég nefni­lega veit hver þú ert. Ég hef heyrt um þig.
    Það ger­ist svo sem ekki margt hér… en okk­ur dreym­ir samt risa­stóra drauma.
    Ég verð að fara og lifa hratt, því ég er búin að missa af svo miklu nú þeg­ar.

    Bestu kveðj­ur Pípu­hatt­ur­inn.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00