Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. mars 2019

  Mos­fells­bær kynn­ir bæj­ar­bú­um nú drög að að­gerða­áætlun gegn há­vaða fyr­ir árin 2018-2023. Gerð að­gerða­áætl­un­ar gegn há­vaða er hluti af til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um um­hverf­is­há­vaða (2002/49/EC), sem var inn­leidd á Ís­landi með reglu­gerð um kort­lagn­ingu há­vaða og að­gerða­áætlan­ir nr. 1000/2005 og hef­ur það að mark­miði að draga úr há­vaða og óæski­leg­um áhrif­um hans.

  Mos­fells­bær kynn­ir bæj­ar­bú­um nú drög að að­gerða­áætlun gegn há­vaða fyr­ir árin 2018-2023.

  Gerð að­gerða­áætl­un­ar gegn há­vaða er hluti af til­skip­un Evr­ópu­sam­bands­ins um um­hverf­is­há­vaða (2002/49/EC), sem var inn­leidd á Ís­landi með reglu­gerð um kort­lagn­ingu há­vaða og að­gerða­áætlan­ir nr. 1000/2005 og hef­ur það að mark­miði að draga úr há­vaða og óæski­leg­um áhrif­um hans. Að­gerða­áætl­un­in er byggð á nið­ur­stöð­um kort­lagn­ing­ar há­vaða frá ár­inu 2017, ásamt há­vaða­kort­um sem sýna hljóð­stig í 2 m hæð yfir jörðu.

  Að­gerða­áætl­un­in verð­ur til kynn­ing­ar í Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, á vef bæj­ar­ins og á vef Um­hverf­is­stofn­un­ar.

  Bæj­ar­bú­um og öðr­um hags­mun­ar­að­il­um er gef­inn kost­ur á að gera skrif­leg­ar at­huga­send­ir við áætl­un­ina. At­hug­semd­ir skulu berast til Tóm­a­s­ar G. Gísla­son­ar um­hverf­is­stjóra Mos­fells­bæj­ar á net­fang­ið tom­as@mos.is fyr­ir 1. maí n.k.

  Að kynn­ing­ar­tíma lokn­um mun Mos­fells­bær taka at­huga­semd­ir sem borist hafa til um­fjöll­un­ar. Gert er ráð fyr­ir því að end­an­leg áætlun liggi svo fyr­ir í sum­ar, en bæj­ar­stjórn gef­ur end­an­legt sam­þykki.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00