Mosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2018-2023. Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans.
Mosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2018-2023.
Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2017, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu.
Aðgerðaáætlunin verður til kynningar í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, á vef bæjarins og á vef Umhverfisstofnunar.
Bæjarbúum og öðrum hagsmunaraðilum er gefinn kostur á að gera skriflegar athugasendir við áætlunina. Athugsemdir skulu berast til Tómasar G. Gíslasonar umhverfisstjóra Mosfellsbæjar á netfangið tomas@mos.is fyrir 1. maí n.k.
Að kynningartíma loknum mun Mosfellsbær taka athugasemdir sem borist hafa til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir því að endanleg áætlun liggi svo fyrir í sumar, en bæjarstjórn gefur endanlegt samþykki.
- Drög að aðgerðaráætlun (pdf).
- Hljóðvistarkort (pdf).