Hugó Þórisson sálfræðingur fjallar á fyrsta opna húsi vetrarins um mikilvægi samskipta milli foreldra og barna og áhrif þeirra á sjálfsmynd barnanna.
Að höndla hamingjuna – Samskipti foreldra og barna
Miðvikudaginn 29. september verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar.
Fyrirlesari kvöldsins verður Hugó Þórisson sálfræðingur og mun hann fjalla um mikilvægi samskipta og áhrif þeirra á sjálfsmynd barnanna.
Sérstök áhersla verður á uppeldi gilda eins og ábyrgðar, frumkvæðis og sjálfstæðis. Hugo tekur mörg dæmi úr daglegu lífi til að krydda fyrirlesturinn á þann hátt að það vekur fólk til umhugsunar um eigin samskipti.
Að venju verður opna húsið í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20 og stendur til kl. 21.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Heitt á könnunni
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar