Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. júní 2016

    Mikl­ar fram­kvæmd­ir eru nú í gangi í bæj­ar­fé­lag­inu vegna upp­bygg­ing­ar í nýj­um íbúa­hverf­um. Af gefnu til­efni skal áréttað að Mos­fells­bær fer fram á að bygg­ing­ar­að­il­ar fari að eft­ir­far­andi kröf­um varð­andi um­gengni í hverf­um Mos­fells­bæj­ar. En óheim­ilt er með öllu að loka göt­um að hluta eða öllu leyti með bygg­ing­ar­efni, krön­um, gám­um, vinnu­tækj­um eða far­ar­tækj­um. Bygg­inga­verk­tak­ar skulu halda starf­semi sinni inn­an lóð­ar­marka.

    Mikl­ar fram­kvæmd­ir eru nú í gangi í bæj­ar­fé­lag­inu vegna upp­bygg­ing­ar í nýj­um íbúa­hverf­um.
    Af gefnu til­efni skal áréttað að Mos­fells­bær fer fram á að bygg­ing­ar­að­il­ar fari að eft­ir­far­andi kröf­um varð­andi um­gengni í hverf­um Mos­fells­bæj­ar. En óheim­ilt er með öllu að loka göt­um að hluta eða öllu leyti með bygg­ing­ar­efni, krön­um, gám­um, vinnu­tækj­um eða far­ar­tækj­um. Bygg­inga­verk­tak­ar skulu halda starf­semi sinni inn­an lóð­ar­marka.
    Í þeim til­vik­um þeg­ar ekki er mögu­legt að ann­ast t.d. steypu­vinnu nema að leggja úti í götu­stæði eða opnu svæði skal skil­yrð­is­laust sækja um tíma­bundna heim­ild til lok­un­ar í gegn­um heima­síðu Mos­fells­bæj­ar www.mos.is/fram­kvaemda­heim­ild­ir. Óheim­ilt er að hindra um­ferð nema að slík heim­ild hafi ver­ið veitt. Um­ferð­ar­deild lög­reglu er í öll­um til­vik­um upp­lýst um veitt­ar fram­kvæmda­heim­ild­ir.

    Fylgja þarf út­gefn­um og gild­andi ör­yggis­kröf­um sbr. ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerð­ar og regl­ur vinnu­eft­ir­lits. Þann­ig skal skil­yrð­is­laust girða af vinnusvæði, hindra að­gengi óvið­kom­andi að þeim og koma í veg fyr­ir slysa­hættu.

    All­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar eru veitt­ar af hálfu embætt­is bygg­ing­ar­full­trú­ans í Mos­fells­bæ eða Þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar í síma 525 6700

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00