Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í bæjarfélaginu vegna uppbyggingar í nýjum íbúahverfum. Af gefnu tilefni skal áréttað að Mosfellsbær fer fram á að byggingaraðilar fari að eftirfarandi kröfum varðandi umgengni í hverfum Mosfellsbæjar. En óheimilt er með öllu að loka götum að hluta eða öllu leyti með byggingarefni, krönum, gámum, vinnutækjum eða farartækjum. Byggingaverktakar skulu halda starfsemi sinni innan lóðarmarka.
Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í bæjarfélaginu vegna uppbyggingar í nýjum íbúahverfum.
Af gefnu tilefni skal áréttað að Mosfellsbær fer fram á að byggingaraðilar fari að eftirfarandi kröfum varðandi umgengni í hverfum Mosfellsbæjar. En óheimilt er með öllu að loka götum að hluta eða öllu leyti með byggingarefni, krönum, gámum, vinnutækjum eða farartækjum. Byggingaverktakar skulu halda starfsemi sinni innan lóðarmarka.
Í þeim tilvikum þegar ekki er mögulegt að annast t.d. steypuvinnu nema að leggja úti í götustæði eða opnu svæði skal skilyrðislaust sækja um tímabundna heimild til lokunar í gegnum heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is/framkvaemdaheimildir. Óheimilt er að hindra umferð nema að slík heimild hafi verið veitt. Umferðardeild lögreglu er í öllum tilvikum upplýst um veittar framkvæmdaheimildir.
Fylgja þarf útgefnum og gildandi öryggiskröfum sbr. ákvæði byggingarreglugerðar og reglur vinnueftirlits. Þannig skal skilyrðislaust girða af vinnusvæði, hindra aðgengi óviðkomandi að þeim og koma í veg fyrir slysahættu.
Allar frekari upplýsingar eru veittar af hálfu embættis byggingarfulltrúans í Mosfellsbæ eða Þjónustuveri Mosfellsbæjar í síma 525 6700