Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. apríl 2014

    Í til­efni af 50 ára af­mæli held­ur Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar af­mælis­tón­leik­ar laug­ar­dag­inn 5.apríl klukk­an 14.00. Á brúsap­alli í Mos­fells­sveit vet­ur­inn 1963-4 ákváðu tveir sveit­ung­ar, Birg­ir D. Sveins­son kenn­ari og Jón M. Guð­munds­son bóndi á Reykj­um, að stofna lúðra­sveit. Hljóm­sveit­in kom í fyrsta sinn fram við 17.júní há­tíð­ar­höld í Mos­fells­sveit árið 1964.

    Í til­efni af 50 ára af­mæli held­ur Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar 5 af­mælis­tón­leik­ar laug­ar­dag­inn 5.apríl klukk­an 14.00

     

    Á brúsap­alli í Mos­fells­sveit vet­ur­inn 1963-4 ákváðu tveir sveit­ung­ar, Birg­ir D. Sveins­son kenn­ari og Jón M. Guð­munds­son bóndi á Reykj­um, að stofna lúðra­sveit. Hljóm­sveit­in kom í fyrsta sinn fram við 17.júní há­tíð­ar­höld í Mos­fells­sveit árið 1964.

    Í til­efni af þess­um tíma­mót­um býð­ur Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar til 50 ára af­mælis­tón­leika laug­ar­dag­inn 5. apríl kl. 14.00 í Íþrótta­hús­inu að Varmá.

    Fram koma Gaml­ir fé­lag­ar, A, B og C sveit og hóp­ur skip­að­ur for­eldr­um sem hafa feng­ið grunn­kennslu á hljóð­færi barna sinna. Um 120 nem­end­ur eru þátt­tak­end­ur í starfi hljóm­sveit­ar­inn­ar og kenn­ar­ar eru eru þeir. Daði Þór Ein­ars­son, Daníel Frið­jóns­son, Jón Guð­munds­son, Kristjón Daða­son, Sveinn Þ. Birg­is­son og Þor­kell Jó­els­son.

    Kynn­ir verð­ur Karl Ág­úst Úlfs­son leik­ari en hann lék með hljóm­sveit­inni sem barn og ung­ling­ur.

    Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar hef­ur frá stofn­un ver­ið meg­in­stoð í menn­ing­ar­lífi sveit­ar­inn­ar sem svo varð bær. Þar hafa frá upp­hafi að­eins ver­ið tveir stjórn­end­ur en Birg­ir D. Sveins­son stjórn­aði hljóm­sveit­inni í 40 ár en frá ár­inu 2004 hef­ur Daði Þór Ein­ars­son hald­ið um stjórn­artaum­ana. Þús­und­ir nem­enda hafa num­ið á hljóð­færi og spilað með hljóm­sveit­inni sem hef­ur ver­ið afar vin­sæl með­al barna og ung­menna.

    Það eru all­ir hjart­an­lega vel­komn­ir á tón­leik­ana en að­gang­ur er ókeyp­is.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir:
    Daði Þór Ein­ars­son stjórn­andi, skomos[hja]is­mennt.is, s. 663 9225

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00