Þórdís Alda Sigurðardóttir er fædd 1950. Hún lærði við Myndlistarskólann í Reykjavík frá 1977 til 1979 og hélt áfram námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1980-1984.
Þaðan hélt hún til Þýskalands þar sem hún nam við Staatliche Akademice der bildenden Kunste í Stuttgart.
Þórdís Alda hefur unnið margvísleg störf í tengslum við myndlistina. Hún hefur haldið fyrirlestra um myndlist, kennt við Myndlistaskólann í Reykjavík og unnið margvísleg félagsstörf.
Þórdís Alda hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hún er félagi í Myndhöggvarafélagi Reykjavíkur og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Leið 1991
Efni – aðferð: Steinsteypa og kopar
Stærð: 175 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni, þriðja hæð