Þóra Sigurþórsdóttir fædd 1958. Hún lauk prófi úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1989.
Þóra hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún er búsett í Mosfellsbæ og starfrækir vinnustofu að Hvirfli í Mosfellsdal.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Þrír kóngar. 1992
Efni – Aðferð: Postulín og steinleir
Stærð: 54 cm, 55cm, 56 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Hlégarður