Thor Vilhjálmsson fæddist 12. ágúst 1925 í Edinborg í Skotlandi. Hann lést 2. mars 2011.
Thor tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1944. Hann nam við norrænudeild Háskóla Íslands á árunum 1944-1946, við Háskólann í Nottingham í Englandi 1946-1947 og við Sorbonne-háskóla í París 1947-1952. Thor dvaldi einnig lengi á Ítalíu og Spáni.
Thor skrifaði fjölda bóka, skáldsagna, ljóða, leikrita og greinasagna. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Thor var sjálfur mikilvirkur þýðandi og þýddi meðal annars verk úr frönsku, ensku, spænsku, portúgölsku og ítölsku. Hann hlaut heiðursorðu franska ríkisins og ítölsku orðuna Cavaliere dell’Ordine dello Merito.
Thor hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir, heiðursverðlaun Sænsku akademíunnar 1992 og Íslensku bókmenntaverðlaunin 1998.
Thor fékkst einnig við myndlist, hélt málverkasýningar og skrifað um íslenska myndlistarmenn, þar á meðal bækur um Jóhannes Kjarval og Svavar Guðnason.