Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sverr­ir Har­alds­son (1930 – 1985) nam mynd­list við Hand­íða- og mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík á ár­un­um 1946 til 1949.

Hann dvaldi við nám í Par­ís í Frakklandi frá 1952 til 1953 og síð­ar í Þýskalandi við nám í Hochschule fűr bild­ende Kűn­ste í Berlín á ára­bil­inu 1957 til 1960.

Sverr­ir var kenn­ari við Hand­íða- og mynd­lista­skól­ann með hlé­um frá ár­inu 1949 til 1956. Þá kenndi hann við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands á ár­un­um 1960 til 1962 og síð­ar hjá hinum ýmsu lista­fé­lög­um til árs­ins 1984.

Sverr­ir hélt marg­ar einka­sýn­ing­ar á ferli sín­um auk þess að taka þátt í fjölda sam­sýn­inga hér heima og víða um Evr­ópu. Árið 1997, á tíu ára af­mæli Mos­fells­bæj­ar, var hald­in sýn­ing­in Sverr­ir Har­alds­son, sýn­is­horn úr ævi­starfi, í Galle­rí Huldu­hól­um á veg­um Galle­rís Huldu­hóla og Mos­fells­bæj­ar.

Sverr­ir var með­lim­ur í FÍM – Fé­lagi ís­lenskra mynd­list­ar­manna og hlaut alloft lista­manna­laun.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Flosa­gjá. 1977
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 80×100 cm
Hvenær keypt: 1977
Stað­setn­ing: Íbúð­ir aldr­aðra að Hlað­hömr­um