Steinunn Marteinsdóttir er fædd 1936 á Hulduhólum. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1956 til 1957.
Þá hélt hún til þriggja ára náms í Þýskalandi við Hochschule für bildende Künste þaðan sem hún lauk námi árið 1960. Árið 1987 dvaldi hún í París þar sem hún starfaði í Kjarvalsstofu. Hún dvaldi einnig í norrænni gestavinnustofu í Finnlandi árið 1991.
Steinunn er einn af stofnendum Leirlistarfélagsins og sat í stjórn þess á árunum 1981 til 1989.
Steinunn er með vinnustofu á heimili sínu að Hulduhólum í Mosfellsbæ þar sem hún hefur haldið fjölda sýninga á eigin verkum og annarra. Steinunn hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim frá árinu 1961.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Á brattann. 1984
Efni – aðferð: Leir – postulín
Stærð: 95×73 cm
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum
Nafn listaverks: Til ljóssins. 1984-1987
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 84×100 cm
Staðsetning: Kjarni
Gjöf frá Kvenfélagi Lágafellssóknar til Mosfellsbæjar 9. ágúst 1987.
Nafn listaverks: Vatnasvíta 1992
Efni – aðferð: Steinleir
Hvenær keypt: Nóvember 1992
Staðsetning: Kjarni
Nafn listaverks: Út um víðan sjó. 2000 – 2002
Efni – aðferð: Olía á striga
Staðsetning: Þjónustuver í Kjarna
Gjöf listamannsins til bæjarfélagsins árið 2003.
Nafn listaverks: Allir synda vel
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 70 x 140
Staðsetning: Lágafellsskóli
Nafn listaverks: Vasi
Efni – aðferð: Leir
Staðsetning: Þjónustuver í Kjarna
Gjöf listamannsins til bæjarfélagsins árið 2003.