Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Stein­unn Marteins­dótt­ir er fædd 1936 á Huldu­hól­um. Hún nam við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands árið 1956 til 1957.

Þá hélt hún til þriggja ára náms í Þýskalandi við Hochschule für bild­ende Künste það­an sem hún lauk námi árið 1960. Árið 1987 dvaldi hún í Par­ís þar sem hún starf­aði í Kjar­vals­stofu. Hún dvaldi einn­ig í nor­rænni gesta­vinnu­stofu í Finn­landi árið 1991.

Stein­unn er einn af stofn­end­um Leir­list­ar­fé­lags­ins og sat í stjórn þess á ár­un­um 1981 til 1989.

Stein­unn er með vinnu­stofu á heim­ili sínu að Huldu­hól­um í Mos­fells­bæ þar sem hún hef­ur hald­ið fjölda sýn­inga á eig­in verk­um og ann­arra. Stein­unn hef­ur hald­ið á ann­an tug einka­sýn­inga og tek­ið þátt í fjölda sam­sýn­inga víða um heim frá ár­inu 1961.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Á bratt­ann. 1984
Efni – að­ferð: Leir – postu­lín
Stærð: 95×73 cm
Stað­setn­ing: Íbúð­ir aldr­aðra að Hlað­hömr­um

Nafn lista­verks: Til ljóss­ins. 1984-1987
Efni – að­ferð: Postu­lín
Stærð: 84×100 cm
Stað­setn­ing: Kjarni
Gjöf frá Kven­fé­lagi Lága­fells­sókn­ar til Mos­fells­bæj­ar 9. ág­úst 1987.

Nafn lista­verks: Vatna­svíta 1992
Efni – að­ferð: Stein­leir
Hvenær keypt: Nóv­em­ber 1992
Stað­setn­ing: Kjarni

Nafn lista­verks: Út um víð­an sjó. 2000 – 2002
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stað­setn­ing: Þjón­ustu­ver í Kjarna
Gjöf lista­manns­ins til bæj­ar­fé­lags­ins árið 2003.

Nafn lista­verks: All­ir synda vel
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 70 x 140
Stað­setn­ing: Lága­fells­skóli

Nafn lista­verks: Vasi
Efni – að­ferð: Leir
Stað­setn­ing: Þjón­ustu­ver í Kjarna
Gjöf lista­manns­ins til bæj­ar­fé­lags­ins árið 2003.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00