Sören S. Larsen var fæddur 1946. Hann nam við leirlistadeild Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn árin 1967 til 1971.
Árið 1997 sótti hann námskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine fylki í Bandaríkjunum.
Árin 1971 til 1980 starfaði Sören við kennslu í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn eða þar til hann fluttist til Íslands. Þá var hann umsjónarkennari í keramikdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá árinu 1980 til ársins 1984. Frá árinu 1982 rak hann glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík ásamt Sigrúnu Ó. Einarsdóttur. Sören lést árið 2003.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Glersúla
Efni – Aðferð: Gler
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð
Gjöf frá Kjalarnes- og Kjósarhreppum á stofndegi Mosfellsbæjar 9. ágúst 1987.