Sjöfn er fædd í Reykjavík 1949 og bjó á höfuðborgarsvæðinu til haustsins 1994 er hún flutti austur á hérað.
Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982-1986 og útskrifaðist úr málaradeild. Auk þess nam hún áður tvo vetur við Myndlistarskóla Reykjavíkur, einn vetur við Listaskólann Myndsýn, sem Einar Hákonarson stjórnaði, og síðan nokkra vetur hjá Sverri Haraldssyni listmálara.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Kindur í landslagi. 1990
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 80×100 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Varmárskóli, eldri deild