Sigurður Þórólfsson er fæddur árið 1939. Hann fékk áhuga á gullsmíði snemma á áttunda áratungnum og smíðaði fyrsta stykkið sitt árið 1972.
Sigurður er að mestu sjálfmenntaður í faginu en naut leiðsagnar Sigmars Maríussonar og Stefáns B. Stefánsonar gullsmiða þegar á þurfti að halda. Sigurður lauk sveinsprófi í gullsmíði árið 1992.
Sigurður hélt fyrstu einkasýningu sína í Hlégarði árið 1987 í boði menningarmálanefndar Mosfellsbæjar. Síðan þá hefur Sigurður haldið fjölmargar einkasýningar. Hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum og unnið til verðlauna í alþjóðlegum samkeppnum. Verk eftir Sigurð í eru meðal annars í eigu Forsetaembættisins.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Liljur vallarins 1993
Efni – aðferð: Silfur og slípað blágrýti
Stærð: 30×15 cm
Hvenær keypt: 1993
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð
Nafn listaverks: Tunglið, tunglið 1993
Efni – aðferð: Silfur og slípað blágrýti
Stærð: 30×15 cm
Hvenær keypt: 1993
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð