Sigrún Ó. Einarsdóttir glerlistamaður er fædd 1952. Hún stundaði nám í teikninga- og grafíkdeild við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn árin 1973 -1974.
Árin 1974 – 1979 nam hún við keramik- og glerdeild sama skóla. Árið 1997 sótti hún námskeið við Haystack Mountain School of Crafts í Maine í Bandaríkjunum.
Sigrún hefur frá árinu 1982 rekið glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í á fjórða tug samsýninga um allan heim.
Fjölmörg verk eftir Sigrúnu eru í opinberri eigu, sem og í eigu innlendra og erlendra safna. Sigrún hefur einnig hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Sigrún býr og starfar í Bergvík á Kjalarnesi.