Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Rósa Ing­ólfs­dótt­ir er fædd 1946. Hún lagði stund á nám í Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist úr aug­lýs­inga­deild árið 1963.

Eft­ir það tók við nám við Leik­list­ar­skóla Þjóð­leik­húss­ins sem lauk með út­skrift árið 1972. Hún stund­aði einn­ig söngnám við Söng­skól­ann í Reykja­vík und­ir leið­sögn Guð­rún­ar Á. Sím­on­ar­dótt­ur vet­ur­inn 1972-1973.

Rósa var fast­ráð­inn teikn­ari Rík­is­sjón­varps­ins árið 1968 og starf­aði þar allt til árs­ins 1997. Rósa hef­ur síð­an þá stundað ýmis störf tengd aug­lýs­inga- og mark­aðs­setn­ingu, auk stunda­kennslu við Iðn­skól­ann í Reykja­vík.

Rósa hef­ur hald­ið sýn­ing­ar víðs veg­ar um land­ið, með­al ann­ars á hring­ferð um land­ið árið 1997 á veg­um mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins þar sem hún sýndi verk sín í mynd­list­ar­söl­um víða um land.

Verk eft­ir Rósu eru með­al ann­ars í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, Fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, Á.T.V.R., Lands­virkj­un­ar, Kaupþings, Seðla­bank­ans, Versl­un­ar­ráðs og Hót­el Ísa­fjarð­ar.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Iðn­að­ur. 1991
Efni – að­ferð: Silkiprent
Stærð: 70×90 cm
Hvenær keypt: 1992
Stað­setn­ing: Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar – Lista­verka­geymsla


Nafn lista­verks: Óð­ur­inn til krón­unn­ar. 1981
Efni – að­ferð: Silkiprent
Stærð: 70×90 cm
Hvenær keypt: 1992
Stað­setn­ing: Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar – Lista­verka­geymsla

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00