Pétur Halldórsson er fæddur 1952. Hann stundaði nám í myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1969 til 1973.
Pétur hélt síðan til Bretlands þar sem hann nam við The Middlesex University of London á árunum 1975 til 1976. Hann hefur haldið á annan tug einkasýninga, bæði hér á landi og erlendis og hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga.
Pétur hefur starfað sem kennari og prófdómari í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Þorp. 1992
Efni – aðferð: Olía á pappír og striga
Stærð: 205×140 cm
Hvenær keypt: 1993
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar – Listaverkageymsla