Margrét Ólafsdóttur er fædd 1941. Hún starfaði lengi með Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar.
Klúbburinn var stofnaður 1981 og hélt margar sýningar m.a. í Hlégarði, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu og Varmárskóla.
Margrét sótti einnig námskeið á vegum Kvenfélags Lágafellssóknar í málaralist á áttunda áratugnum undir leiðsögn Sverris Haraldssonar, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Baula. 1965
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 43×44 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar
Gjöf listamannsins til bókasafnsins