Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Magnús Tóm­asson er fædd­ur árið 1943. Eft­ir stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík hélt hann til Kaup­manna­hafn­ar þar sem hann stund­aði nám við Kon­ung­legu lista­aka­demí­una.

Magnús var einn af frum­kvöðl­um SÚM hóps­ins sem var virk­ur á sjö­unda ára­tugn­um og olli straum­hvörf­um í ís­lenskri mynd­list.

Árið 1999 efndi Mos­fells­bær til sam­keppni um gerð útil­ista­verks í Mos­fells­bæ. Magnús Tóm­asson sigr­aði með til­lögu sína að verk­inu Hús tím­ans – hús skálds­ins. Verk­ið bygg­ir á grunn­fleti sem er merki Mos­fells­bæj­ar en upp af grunn­flet­in­um rís hár turn úr málmi sem minn­ir á got­neska boga. Ef horft er á verk­ið að ofan má aft­ur greina merki bæj­ar­ins en inni í turn­in­um hang­ir stór steinn í keðju sem nem­ur við sex­hyrnt form sem stend­ur á grunn­flet­in­um.

Verk­ið bygg­ir á merki bæj­ar­ins í tvenn­um skiln­ingi. Það er vís­un í verk Hall­dórs Lax­ness, Hús skálds­ins, en um leið er and­ar­tak­ið fang­að með formun­um inni í turn­in­um sem tákna ann­ars veg­ar for­tíð­ina og hins veg­ar fram­tíð­ina.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Hús tím­ans – hús skálds­ins. 2000
Efni – að­ferð: Grjót og eir, með­höndl­að­ur með plat­ínu.
Stærð: um 6 metr­ar
Hvenær keypt: 2000
Stað­setn­ing: Stekkj­ar­flöt

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00