Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Magnús Páls­son fædd­ist á Eskifirði árið 1929. Hann lauk stúd­ents­prófi árið 1948 og hélt utan ári síð­ar til mynd­listanáms í Bir­ming­ham á Englandi.

Árið 1953 kom hann heim og nam við Hand­íða- og mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík í eitt ár, eða til árs­ins 1954. Haust­ið 1955 fór hann til Vín­ar­borg­ar þar sem hann nam við Aca­dem­ie für Angew­and­te Kunst í eitt ár.

Magnús hef­ur hald­ið á þriðja tug einka­sýn­inga og tek­ið þátt í á fjórða tug sam­sýn­inga um all­an heim. Magnús hef­ur starfað sem mynd­list­ar­kenn­ari við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands og kom þar á fót ný­l­ista­deild í sam­vinnu við Hildi Há­kon­ar­dótt­ur. Hann hef­ur einn­ig starfað sem gesta­kenn­ari við ýmsa skóla í Hollandi og Nor­egi, auk þess að hafa sett á fót og rek­ið vinnu­stof­ur hér á landi, í Dan­mörku og Sví­þjóð. Auk þess að vera mynd­list­ar­mað­ur hef­ur Magnús sam­ið nokk­ur bókverk, leik­verk og radd­verk.

Verk eft­ir Magnús eru í eigu fjöl­mar­gra op­in­berra að­ila, s.s. Ís­lands­banka, Lista­safns Há­skóla Ís­lands, Lista­safns Ís­lands, Kjar­vals­staða, Ný­l­ista­safns­ins, Snæ­lands­skóla og Kunst­bibliotek, Berl­in.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Silf­ur Eg­ils
Efni – að­ferð: Leir
Stærð: 300×180 cm
Stað­setn­ing: Á suð­ur vegg Varmár­skóla, eldri deild­ar
Styrktarað­ili: List­skreyt­inga­sjóð­ur rík­is­ins

Nafn lista­verks: Ask­ur Yggdras­ils. 1980
Efni – að­ferð: Vatns­lit­ir
Stærð: 68×54 cm
Hvenær keypt: 1980
Stað­setn­ing: Bæj­ar­skrif­stof­ur 4. hæð í Kjarna

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00