Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Magnús Kjart­ans­son er fædd­ur 1949. Hann stund­aði nám við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands á ár­un­um 1969 til 1972.

Magnús hélt síð­an utan til náms við Det Kong­elige Danske Kunstaka­demi í Kaup­manna­höfn. Þar dvaldi hann til árs­ins 1975.

Magnús hef­ur hald­ið hátt á ann­an tug einka­sýn­inga á Ís­landi auk þess að hafa hald­ið sýn­ing­ar bæði í Sví­þjóð og á Spáni. Hann hef­ur einnig tek­ið þátt í fjölda sam­sýn­inga hér á landi og víða er­lend­is, allt frá Finn­landi til Bras­il­íu.

Verk eft­ir Magnús eru með­al ann­ars í eigu Lista­safns Ís­lands, Lista­safns Há­skóla Ís­lands, Hafn­ar­borg­ar menn­ing­ar- og lista­stofn­un­ar Hafn­ar­fjarð­ar, Gerð­arsafns, Lista­safns Reykja­vík­ur og Sænsku nó­belaka­demí­unn­ar.

Magnús hef­ur hlot­ið marg­vís­leg­ar við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir störf sín, með­al ann­ars bor­ið sig­ur úr být­um í al­þjóð­legri sam­keppni mynd­list­ar­nema í Lux­emburg og menn­ing­ar­verð­laun DV fyr­ir mynd­list árið 1986.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Grett­ir og Glám­ur (Tíma­hjól). 1988
Efni – að­ferð: Vatns­lit­ir á papp­ír
Stærð: 110×83 cm
Hvenær keypt: 1992
Stað­setn­ing: Varmár­skóli, eldri deild