Ingibjörg Vigdís Friðbjörnsdóttir er fædd 1954. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974.
Þaðan lá leið hennar í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem hún stundaði nám með hléum til ársins 1978. Árin 1975 og 1977 stundaði hún nám við Myndlistaskólann í Reykjavík. Árið 1977 hélt hún til Árósa í Danmörku þar sem hún dvaldi í eitt ár við nám í Århus kunstakademi. Árið 1979 fór hún til Grænlands þar sem hún nam á Grafíska verkstæðinu í Nuuk í eitt ár. Árið 1983 lærði hún tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík.
Ingibjörg hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og á Grænlandi.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Næturdrottningin. 1987
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 125×95 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar – Listaverkageymsla