Hreinn Þorvaldsson er fæddur 1922. Hann er frístundamálari og vann með Myndlistarklúbbi Mosfellsbæjar um nokkurt skeið, sem stofnaður var 1981.
Klúbburinn hélt margar sýningar m.a. í Hlégarði, Héraðsbókasafni kjósarsýslu og Varmárskóla.
Hreinn sótti einnig námskeið á vegum Kvenfélags Lágafellssóknar í málaralist á áttunda áratugnum undir leiðsögn Sverris Haraldssonar, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar.
Hreinn vann um árabil hjá Mosfellshreppi.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Úr Mosfellsdal. 1981
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 112×176
Hvenær keypt: 1981
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar – Listaverkageymsla
Nafn listaverks: Án titils
Efni – aðferð: Olía á striga
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar – Listaverkageymsla
Gjöf frá Jóni M. Guðmundssyni á Reykjum
Nafn listaverks: Varmárskóli.1980
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 74x125cm
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild (eign skólans)