Helga Thoroddsen er fædd í Reykjavík árið 1944. Hún vann með Myndlistarklúbbi Mosfellssveitar frá 1981 til 1992 undir leiðsögn Jóns Gunnarssonar listmálara.
Myndlistarklúbbur Mosfellssveitar var stofnaður 1981. Klúbburinn hélt margar sýningar, m.a. í Hlégarði, Héraðsbókasafni Kjósarsýslu og Varmárskóla. Helga sótti einnig námskeið á vegum Kvenfélags Lágafellsskóknar í málaralist á áttunda áratugnum undir leiðsögn Sverris Haraldssonar, Gunnlaugs Stefáns Gíslasonar og Jóns Gunnarssonar. Einnig sótti hún námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur.
Helga hélt einkasýningu í Héraðsbókasafninu í Mosfellsbæ árið 1986 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum með Myndlistarklúbbi Mosfellsveitar í Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Einnig tók hún þátt í samsýningu með bankastarfsmönnum á vegum Sambands Íslenskra bankamanna árið 1991.
Helga er búsett í Mosfellsbæ.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Garðskagaviti. 1986
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð: 50.5×48.5 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar (eign safnsins)
Gjöf listamannsins til bókasafnsins í janúar 1987.