Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Hall­steinn Sig­urðs­son er fædd­ur árið 1944. Hann stund­aði nám við Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands árin 1963 til 1966 en hélt þá til Bretlands þar sem hann lagði stund á högg­myndal­ist við ýms­ar stofn­an­ir til árs­ins 1972. Eft­ir það fór hann í nokkr­ar náms­ferð­ir, með­al ann­ars til Ítalíu, Grikklands og Banda­ríkj­anna.

Hall­steinn hélt á ann­an tug einka­sýn­inga á ár­un­um 1971 til 1997, með­al ann­ars á Kjar­vals­stöð­um og í Ásmund­ar­sal. Hann hef­ur einn­ig tek­ið þátt í á þriðja tug sam­sýn­inga hér heima og er­lend­is. Hall­steinn hef­ur tek­ið þátt í fjölda sam­keppna, gert verð­launa­gripi fyr­ir ýmis til­efni og unn­ið minn­is­merki fyr­ir sam­tök og sveit­ar­fé­lög. Verk Hall­steins eru með­al ann­ars í eigu Lista­safns Borg­ar­ness, Lista­safns Ís­lands og Lista­safns Reykja­vík­ur. Tug­ir verka hans eru í op­in­berri eigu, þ.á m. Reykja­vík­ur­borg­ar, Borg­ar­hrepps í Mýra­sýslu, Seltjarn­ar­nes­kaup­stað­ar, Búð­ar­dals og Rauða kross­ins.

Hall­steinn hef­ur fjór­um sinn­um hlot­ið þriggja mán­aða starfs­laun lista­manna í Reykja­vík og árið 1995 hlaut hann þriggja ára starfs­laun úr Launa­sjóði mynd­list­ar­manna. Hall­steinn er fé­lagi í Mynd­höggv­ara­fé­lag­inu í Reykja­vík og Sam­bandi ís­lenskra mynd­list­ar­manna.

Lista­mann­in­um var út­hlutað ein­um og hálf­um hekt­ara lands í Gufu­nesi fyr­ir högg­mynd­ir og eru þar 25 mynd­ir í eigu höf­und­ar.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Veðra­höll III. 1984
Efni – að­ferð: Stein­steypa
Stærð: 51×24 cm
Stað­setn­ing: Bæj­ar­skrif­stof­ur Kjarna, fund­ar­her­bergi á 4. hæð.

Verk­ið er við­ur­kenn­ing til Mos­fells­bæj­ar fyr­ir merkt fram­lag til um­hverf­is- og úti­vist­ar­mála 1989 frá Sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00