Gunnfríður Jónsdóttir var fædd 1889 að Sæunnarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu.
Hún var búsett í Kaupmannahöfn 1919 – 20, Stokkhólmi 1920 – 26 og París 1926 – 29. Hún nam við Det Kongelige Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn á árinu 1934. Gunnfríður lést 1968.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Brjóstmynd af Sigurjóni Péturssyni frá Álafossi
Efni – aðferð: Höggmynd úr kopar
Stærð: 60 cm
Keypt: 1995
Staðsetning: Í Álafosskvos ofan við Álafoss-föt bezt.
Verkið var afhjúpað á fánadaginn 12. júní 1957.