Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Guð­mund­ur Ein­ars­son var fædd­ur í Mið­dal í Mos­fells­sveit árið 1895. Hann nam mynd­list í teikni­skóla Stefáns Ei­ríks­son­ar 1911-13.

Síð­ar fór hann til Dan­merk­ur þar sem hann stund­aði nám við teikni­skóla Viggo Bjergs í Kaup­manna­höfn 1919-20. Að því námi loknu hélt hann Í Det Kong­elige Aka­dem­ie for de Skønne Kun­ster í Kaup­manna­höfn og lauk námi það­an 1921. Þá hélt hann til Þýskalands þar sem hann lagði stund á mynd­höggv­ara­nám við einka­skóla Hans Schze­gerle í München 1921-25 og nám í leir­brennslu við sama skóla 1924-26.

Guð­mund­ur kom fyrst fram með verk op­in­ber­lega á sýn­ingu List­vina­fé­lags­ins árið 1921. Guð­mund­ur var fjöl­hæf­ur lista­mað­ur og lagði stund á högg­mynda­smíði, mál­aralist og eirstungu svo eitt­hvað sé nefnt. Verk Guð­mund­ar ein­kenn­ast af áhrif­um úr hrika­legu lands­lagi Ís­lands og áhuga hans á mann­lífi frá fyrri öld­um. Guð­mund­ur lést árið 1963.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Stúlka með ljós. 1954
Efni – að­ferð: Högg­mynd úr stein­blöndu
Stærð: 178 cm
Stað­setn­ing: Íbúð­ir aldr­aðra að Hlað­hömr­um. Gjöf frá fjöl­skyldu lista­manns­ins árið 1992.

Nafn lista­verks: Gróð­ur jarð­ar. 1952
Efni – að­ferð: Högg­mynd (brons­húð­að gifs)
Stærð: 150 cm
Stað­setn­ing: Íþróttamið­stöðin að Varmá

Á Ólymp­íu­leik­un­um í Hels­inki árið 1952 var ákveð­ið að fá nor­ræna lista­menn til að senda þang­að lista­verk í til­efni þeirra. Guð­mund­ur Ein­ars­son frá Mið­dal var til­nefnd­ur af hálfu Ís­lands og sendi þang­að verk sitt, Gróð­ur jarð­ar. Guð­mund­ur hlaut verð­laun Ólymp­íu­leik­anna, gull­pen­ing og við­ur­kenn­ing­ar­skjal fyr­ir verk­ið.

Lydía Pálsd. Ein­ars­son, ekkja lista­manns­ins og fjöl­skylda, færðu íþróttamið­stöð­inni að Varmá stytt­urn­ar að gjöf við vígslu þess árið 1976.

Nafn lista­verks: Ei­lífi eld­ur. 1951
Efni – að­ferð: Högg­mynd, brons­húð­að gifs
Stærð: 150 cm
Stað­setn­ing: Íþróttamið­stöðin að Varmá

Gjöf til Mos­fells­bæj­ar frá fjöl­skyldu lista­manns­ins 1976.

Nafn lista­verks: Úr Land­manna­laug­um. 1945
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 130×112 cm
Stað­setn­ing: Varmár­skóli, yngri deild.

Gjöf frá lista­mann­in­um til Brú­ar­lands­skóla árið 1946.

Nafn lista­verks: Án titils. 1957
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 87×147
Stað­setn­ing: Íbúð­ir aldr­aðra að Hlað­hömr­um (setu­stofa)

Í eigu Kven­fé­lags Lága­fells­sókn­ar en varð­veitt í íbúð­um aldr­aðra.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00