Guðmundur Einarsson var fæddur í Miðdal í Mosfellssveit árið 1895. Hann nam myndlist í teikniskóla Stefáns Eiríkssonar 1911-13.
Síðar fór hann til Danmerkur þar sem hann stundaði nám við teikniskóla Viggo Bjergs í Kaupmannahöfn 1919-20. Að því námi loknu hélt hann Í Det Kongelige Akademie for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og lauk námi þaðan 1921. Þá hélt hann til Þýskalands þar sem hann lagði stund á myndhöggvaranám við einkaskóla Hans Schzegerle í München 1921-25 og nám í leirbrennslu við sama skóla 1924-26.
Guðmundur kom fyrst fram með verk opinberlega á sýningu Listvinafélagsins árið 1921. Guðmundur var fjölhæfur listamaður og lagði stund á höggmyndasmíði, málaralist og eirstungu svo eitthvað sé nefnt. Verk Guðmundar einkennast af áhrifum úr hrikalegu landslagi Íslands og áhuga hans á mannlífi frá fyrri öldum. Guðmundur lést árið 1963.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Stúlka með ljós. 1954
Efni – aðferð: Höggmynd úr steinblöndu
Stærð: 178 cm
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum. Gjöf frá fjölskyldu listamannsins árið 1992.
Nafn listaverks: Gróður jarðar. 1952
Efni – aðferð: Höggmynd (bronshúðað gifs)
Stærð: 150 cm
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá
Á Ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952 var ákveðið að fá norræna listamenn til að senda þangað listaverk í tilefni þeirra. Guðmundur Einarsson frá Miðdal var tilnefndur af hálfu Íslands og sendi þangað verk sitt, Gróður jarðar. Guðmundur hlaut verðlaun Ólympíuleikanna, gullpening og viðurkenningarskjal fyrir verkið.
Lydía Pálsd. Einarsson, ekkja listamannsins og fjölskylda, færðu íþróttamiðstöðinni að Varmá stytturnar að gjöf við vígslu þess árið 1976.
Nafn listaverks: Eilífi eldur. 1951
Efni – aðferð: Höggmynd, bronshúðað gifs
Stærð: 150 cm
Staðsetning: Íþróttamiðstöðin að Varmá
Gjöf til Mosfellsbæjar frá fjölskyldu listamannsins 1976.
Nafn listaverks: Úr Landmannalaugum. 1945
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 130×112 cm
Staðsetning: Varmárskóli, yngri deild.
Gjöf frá listamanninum til Brúarlandsskóla árið 1946.
Nafn listaverks: Án titils. 1957
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 87×147
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum (setustofa)
Í eigu Kvenfélags Lágafellssóknar en varðveitt í íbúðum aldraðra.