Eydís Lúðvíksdóttir er fædd 1950. Hún nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi úr kennaradeild 1971.
Hún hefur m.a. unnið við myndmenntakennslu, útstillingar og hönnun hjá Glit, auk þess að stunda list sína. Hún og eiginmaður hennar stofnuðu sveitakrána Áslák í Mosfellsbæ og ráku hana um árabil. Eydís hefur haldið nokkrar einkasýningar. Hún er búsett í Mosfellsbæ.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Hver. 1992
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 40 cm í þvermál – 10 cm á hæð
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni, fundarsalur bæjarstjórnar á 4. hæð
Nafn listaverks: Jökulruðningur. 1992
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 45×60 cm
Hvenær keypt: Nóvember 1992
Staðsetning: Varmárskóli
Nafn listaverks: Vasi
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 25×9 cm
Staðsetning: Skrifstofur bæjarstjórnar, 4. hæð í Kjarna