Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Ein­ar Jóns­son (1874 – 1954) var braut­ryðj­andi ís­lenskr­ar högg­myndal­ist­ar. Hann nam við Det Kong­elige Danske Kunstaka­demi í Kaup­manna­höfn á ár­un­um 1896 til 1899. Ein­ar sýndi fyrst op­in­ber­lega verk sitt Út­lag­ar árið 1901 í Kaup­manna­höfn.

Ein­ar Jóns­son bauð ís­lensku þjóð­inni öll verk sín að gjöf með því skil­yrði að reist yrði yfir þau safn­hús. Með fram­lagi frá Al­þingi og lands­söfn­un með­al Ís­lend­inga tókst að safna fé til bygg­ing­ar húss­ins sem Ein­ar valdi stað á Skóla­vörðu­hæð.

Ein­ar sótti helst inn­blást­ur í ís­lensk­an þjóð­sagna­arf, goð­fræði­leg og trú­ar­leg minni. Fjöl­marg­ar af­steyp­ur af högg­mynd­um Ein­ars prýða Reykja­vík­ur­borg, m.a. verk­in Út­lag­ar við gamla kirkju­garð­inn við Suð­ur­götu, Ingólf­ur Arn­ar­son á Arn­ar­hóli og Jón Sig­urðs­son á Aust­ur­velli.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um líf og verk lista­manns­ins má finna á vef Lista­safns Ein­ars Jóns­son­ar.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Jón Sig­urðs­son for­seti. 1944
Efni – að­ferð: Brons­húð­að gifs
Stærð: 40 cm
Stað­setn­ing: Varmár­skóli, yngri deild (kenn­ara­stofa)