Edda Jónsdóttir er fædd 1942. Hún lauk prófi sem myndmenntakennari frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976 og stundaði nám í grafíkdeild Rijksakademie van Beeldende Kunsten 1977 – 78. Hún starfaði sem listamaður á árunum 1978 til 1995 og tók á þeim tíma þátt í fjölda samsýninga og hélt á annan tug einkasýninga. Edda starfar ekki lengur sem listamaður en rekur sitt eigið gallerí, Gallerí i8 í Reykjavík.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Varða. 1991
Efni – aðferð: Akrýl á striga
Stærð: 145×158
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Hlégarður (stóri salur)