Brynhildur Ósk Gísladóttir er fædd 1944. Frá árinu 1974 til 1979 stundaði Brynhildur Ósk nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og fór þaðan í málunardeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Þar nam hún málaralist til ársins 1982. Það ár hóf hún störf sem kennari við deildina og starfaði þar til 1987.
Brynhildur hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis frá árinu 1978, reglulega tekið þátt í sýningum á vegum FÍM á árunum 1978 til 1989 auk annarra sýninga. Þar á meðal eru Kirkjulist á Kjarvalsstöðum, samsýning íslenskra myndlistakvenna o.fl.
Verk eftir Brynhildi eru meðal annars í eigu Listasafns Háskóla Íslands, Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Hitaveitu Reykjavíkur.
Árið 1982 hlaut Brynhildur verðlaun úr styrktarsjóði Svövu Finsen fyrir góðan námsárangur við útskrift úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.
Brynhildur er meðlimur í Félagi íslenskra myndlistarmanna og Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Dansandi fólk 1. 1988
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 105×92
Hvenær keypt: 1994
Staðsetning: Hlégarður (litli salur). Eign Hlégarðs.
Nafn listaverks: Dansandi fólk 2. 1988
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 105×92
Hvenær keypt: 1994
Staðsetning: Hlégarður (litli salur). Eign Hlégarðs.
Nafn listaverks: Sólargeislar í bjarginu 1996
Efni – aðferð: Olía á striga
Stærð: 130×110 cm
Hvenær keypt: 1998
Staðsetning: Lágafellsskóli