Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bryn­hild­ur Ósk Gísla­dótt­ir er fædd 1944. Frá ár­inu 1974 til 1979 stund­aði Bryn­hild­ur Ósk nám við Mynd­lista­skól­ann í Reykja­vík og fór það­an í mál­un­ar­deild Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands. Þar nam hún mál­aralist til árs­ins 1982. Það ár hóf hún störf sem kenn­ari við deild­ina og starf­aði þar til 1987.

Bryn­hild­ur hef­ur tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um hér­lend­is frá ár­inu 1978, reglu­lega tek­ið þátt í sýn­ing­um á veg­um FÍM á ár­un­um 1978 til 1989 auk annarra sýn­inga. Þar á með­al eru Kirkju­list á Kjar­vals­stöð­um, sam­sýn­ing ís­lenskra mynd­lista­kvenna o.fl.

Verk eft­ir Bryn­hildi eru með­al ann­ars í eigu Lista­safns Há­skóla Ís­lands, Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar í Reykja­vík og Hita­veitu Reykja­vík­ur.

Árið 1982 hlaut Bryn­hild­ur verð­laun úr styrkt­ar­sjóði Svövu Fin­sen fyr­ir góð­an náms­ár­ang­ur við út­skrift úr mál­ara­deild Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands.

Bryn­hild­ur er með­lim­ur í Fé­lagi ís­lenskra mynd­list­ar­manna og Sam­bandi ís­lenskra mynd­list­ar­manna.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Dans­andi fólk 1. 1988
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 105×92
Hvenær keypt: 1994
Stað­setn­ing: Hlé­garð­ur (litli sal­ur). Eign Hlé­garðs.

Nafn lista­verks: Dans­andi fólk 2. 1988
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 105×92
Hvenær keypt: 1994
Stað­setn­ing: Hlé­garð­ur (litli sal­ur). Eign Hlé­garðs.

Nafn lista­verks: Sól­ar­geisl­ar í bjarg­inu 1996
Efni – að­ferð: Olía á striga
Stærð: 130×110 cm
Hvenær keypt: 1998
Stað­setn­ing: Lága­fells­skóli