Björg Örvar er fædd 1953. Hún nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1975 til 1979 og hún hélt síðar utan til náms við listadeild University of California þar sem hún dvaldi frá 1981-1983. Björg hefur einnig dvalið í norrænum gestavinnustofum í Finnlandi árið 1989 og Ítalíu árið 1992.
Björg hefur komið að margvíslegum störfum í tengslum við listina, s.s. bókaútgáfu, kennslustörfum og gerð sjónvarpsefnis svo eitthvað sé nefnt. Einkasýningar Bjargar eru á annan tug og að auki hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Hjartað. 1997
Efni – Aðferð: Olía á striga
Stærð: 120×90
Hvenær keypt: 1998
Staðsetning: Kjarni, 4. hæð