Áslaug Höskuldsdóttir er fædd 1952. Hún hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og lauk námi frá keramikdeild skólans árið 1975. Árið 1984-1985 settist hún aftur á skólabekk við sama skóla og bætti við sig einu námsári.
Áslaug hefur haldið eina einkasýningu árið 1994, og tekið þátt í nokkrum samsýningum frá árinu 1986. Áslaug er búsett í Mosfellsbæ.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks: Kertastjakar. 1992
Efni – aðferð: Postulín
Stærð: 37 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Íbúðir aldraðra að Hlaðhömrum (í setustofu starfsfólks)
Nafn listaverks: Vasi 1992
Efni – aðferð: Steinleir
Stærð: 67 cm
Hvenær keypt: 1992
Staðsetning: Kjarni, 3. hæð hjá félagsmálastjóra
Heiti verks: Vasi
Efni: Leir
Hæð: 29 cm
Staðsetning: Bókasafn Mosfellsbæjar