Ásgeir Bjarnþórsson var fæddur á Grenjum í Mýrasýslu 1899. Hann lést 1987. Ásgeir stundaði nám við einkaskóla Viggo Brandts í Kaupmannahöfn. 1919 – 1922 og einkaskóla Hans Schwergerle í München 1922 – 23.
Verk í eigu Mosfellsbæjar
Nafn listaverks:Eiríksjökull
Efni – aðferð: Vatnslitir
Stærð: 45×58
Staðsetning: Setustofa Damos
Gjöf til Damos frá Höskuldi Ágústssyni og Áslaugu Ásgeirsdóttur, en þau fengu myndina í brúðargjöf árið 1931.
Nafn listaverks: Portrett af Lárusi Halldórssyni sem var skólastjóri í Mosfellsveit 1922-1966. 1952
Efni –Aðferð: Olía á striga
Stærð: 50×42
Staðsetning: Skrifstofa skólastjóra Varmárskóla, yngri deildar
Gjöf til Varmárskóla frá börnum Lárusar árið 1974.