Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Ás­dís Sig­ur­þórs­dótt­ir er fædd í Reykja­vík 1954. Hún út­skrif­að­ist frá grafík­deild Mynd­lista- og hand­íða­skóla Ís­lands 1980. Hún stund­aði fram­halds­nám við Ont­ario Col­l­e­ge of Art í Toronto vet­ur­inn 1994-95 og lauk það­an prófi í mál­aralist. Kenn­ara­rétt­inda­námi frá Kenn­ara­há­skóla Ís­lands lauk hún 1995.

Ás­dís hef­ur hald­ið 6 einka­sýn­ing­ar, í Galle­rí Lang­brók 1982, Galle­rí Borg 1985, Galle­rí Gangskör 1987, í Menn­ing­ar- og listamið­stöð Hafn­ar­fjarð­ar 1994, Lista­safni Kópa­vogs 1997 og í EFTA bygg­ing­unni í Brus­sel 1999. Mynd­ir eft­ir hana voru til sýn­is í Loft­kastal­an­um vet­ur­inn 1997-98.Hún hef­ur tek­ið þátt í ýms­um sam­sýn­ing­um, m.a. sýn­ing­unni Ung­ir mynd­list­ar­menn á Kjar­vals­stöð­um 1983, Kra­kov Biennaln­um í Póllandi 1984, Kirkju­lista­sýn­ingu á Kjar­vals­stöð­um, Lista­há­tíð kvenna á Kjar­vals­stöð­um 1986, Kaffi með Kristi á Mokkakaffi 1994, og sam­sýn­ingu kvenna í Toronto 1995.

Ás­dís hef­ur ver­ið fé­lagi í Ís­lenskri grafík og tek­ið þátt í sam­sýn­ing­um fé­lags­ins í Nor­ræna hús­inu 1981, 1983 og á Kjar­vals­stöð­um 1986, einnig far­and­sýn­ingu fé­lags­ins sem fór um Norð­ur­lönd og til Eystra­salts­ríkj­anna.

Hún hlaut 3ja mán­aða starfs­laun mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins árið 1987 og fór til Jap­ans að kynna sér papp­írs­gerð og jap­anska mynd­list. Hún hlaut 6 mán­aða starfs­laun frá Stjórn lista­manna­launa árið 1996 og við­ur­kenn­ingu Kópa­vogs­kaup­stað­ar 1997.

Verk eft­ir Ás­dísi eru í eigu Há­skóla Ís­lands, Nor­ræna húss­ins í Reykja­vík, Lista­safns­ins í Kra­kov, Mos­fells­bæj­ar, Menn­ing­ar­mið­stöðv­ar Hafn­ar­fjarð­ar, Car­golux í Lúx­em­borg o.fl.

Ás­dís kenndi í 10 ár við Mynd­list­ar­skóla Kópa­vogs, en hef­ur frá því í janú­ar 2000 rek­ið Mynd­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar á vinnu­stofu sinni í Ála­fosskvos.


Verk í eigu Mos­fells­bæj­ar

Nafn lista­verks: Án titils. 1992
Efni – að­ferð: Olía á striga
Hvenær keypt: 1992
Stað­setn­ing: Bæj­ar­skrif­stof­ur í Þver­holti

Nafn lista­verks: Án titils. 1996
Efni – að­ferð: Lita­teikn­ing­ar
Stað­setn­ing: Leik­skól­inn Reykja­kot