Kjarni, Þverholti 2
270 Mosfellsbæ
Sýningar 2024
6. janúar – 2. febrúar
I think, therefore I am fucked – Jakob Veigar Sigurðsson
9. febrúar – 8. mars
Við sjóinn – Aileen Hammond og Lara Roje
15. mars – 12. apríl
Gróðurhula – Þórunn Bára Björnsdóttir
19. apríl – 17. maí
Eiginleikar – Attributes – Hanna Dís Whitehead
25. maí – 21. júní
Viðloðun – Hye Joung Park
28. júní – 26. júlí
Þorgerður Höskuldsdóttir
9. ágúst – 6. september
Ólöf Björg Björnsdóttir
13. september – 11. október
Magga Eddudóttir
18. október – 15. nóvember
List án landamæra
22. nóvember – 20. desember
Listaverkamarkaður
Um Listasalinn
Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.
Á hverju ári eru settar upp um tíu sýningar, jafnt reyndra listamanna og nýgræðinga á sviðinu. Einnig er salurinn nýttur fyrir ýmsa viðburði eins og tónleika, fyrirlestra og fundi.
Listasalur Mosfellsbæjar hefur það að leiðarljósi að vera virkur samkomustaður fyrir Mosfellinga og aðra gesti, bjóða upp á fjölbreyttar sýningar listamanna og vinna þannig að framþróun myndlistar á Íslandi.
Salurinn er rekinn af Mosfellsbæ og hefur verið starfræktur frá 2005. Hann er opinn á afgreiðslutíma Bókasafnsins og er gengið inn í salinn úr safninu. Salurinn er um 80 fm2 að stærð og honum fylgir eldhúsaðstaða með vaski og ísskáp, aðgengi að fatahengi og salerni. Einnig geta fylgt salnum borð og 75 stólar. Skjávarpi er í salnum og sýningartjald. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla.