Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Markmið stuðn­ings­þjón­ustu (fé­lags­legr­ar heima­þjón­ustu) er að efla fólk til sjálfs­hjálp­ar og gera því kleift að búa sem lengst í heima­húsi við sem eðli­leg­ast­ar að­stæð­ur. Þjón­ust­an er veitt þeim sem þarfn­ast henn­ar vegna skertr­ar færni, fjöl­skyldu­að­stæðna, veik­inda, fötl­un­ar o.fl.

Um­sókn


Hvað er stuðn­ings­þjón­usta?

Stuðn­ings­þjón­usta get­ur t.d. ver­ið fólg­in í:

  • Að­stoð við per­sónu­lega um­hirðu.
  • Að­stoð við heim­il­is­hald.
  • Fé­lags­leg­ur stuðn­ing­ur.
  • Heimsend­ing mat­ar.
  • Að­stoð við þrif.
  • Að­stoð við umönn­un barna og ung­menna.

Heilsu­gæslu­stöð Mos­fellsum­dæm­is sér um heima­hjúkr­un og bað­þjón­ustu fyr­ir aldr­aða.

Starfs­menn Eir­ar, hjúkr­un­ar­heim­il­is sjá um fram­kvæmd þjón­ust­unn­ar sam­kvæmt samn­ingi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar og Eir­ar, hjúkr­un­ar­heim­il­is.


Hver get­ur sótt um?

Þau sem eiga lög­heim­ili í bæj­ar­fé­lag­inu og geta ekki séð hjálp­ar­laust um heim­il­is­hald og per­sónu­lega um­hirðu geta sótt um stuðn­ings­þjón­ustu. Þörf fyr­ir að­stoð er met­in í hverju til­viki. Leit­ast er við að veita þá þjón­ustu sem við­kom­andi eða aðr­ir heim­il­is­menn eru ekki fær­ir um að ann­ast sjálf­ir.


Af­greiðsla um­sókna og áfrýj­un­ar­leið­ir

Trún­að­ar­mála­fund­ur vel­ferð­ar­sviðs fjall­ar um um­sókn­ir um stuðn­ings­þjón­ustu og af­greið­ir þær í sam­ræmi við regl­ur þar að lút­andi.

Um­sækj­andi get­ur áfrýj­að af­greiðslu fund­ar­ins til vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

Áfrýj­un skal bor­in fram skrif­lega inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um af­greiðslu um­sókn­ar.

Um­sækj­andi get­ur áfrýj­að ákvörð­un vel­ferð­ar­nefnd­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála.


Regl­ur og sam­þykkt­ir