Mosfellsbær er ungt landmikið sveitarfélag í örum vexti. Uppbygging er mikil og margvíslegar framkvæmdir í gangi á vegum bæjarins.
Umsóknir
Umsókn um heimild vegna tímabundinna viðburða eða framkvæmda
Heimildin er veitt til tímabundinnar lokunar eða takmörkunar á umferð gatna/stíga eða athafna á opnumsvæðum vegna viðburða, lagnaframkvæmda eða annarra framkvæmda til þess að tryggja öryggi vegfarenda, framkvæmdaaðila, verkamanna að störfum eða vinnuvéla.
Athugið að aðeins er um að ræða heimild til athafna/framkvæmda á landi í eigu Mosfellsbæjar eða götum/stígum sem eru í umsjá sveitarfélagsins.
Umsókn um framkvæmdaleyfi
Lýsa þarf eðli og umfangi framkvæmda sem og samræmi við gildandi skipulag. Einnig áætluðum framkvæmdatíma, mótvægisaðgerðum og frágangsáætlun ef við á.
Útboð
Upplýsingar um auglýst útboð á vegum Mosfellsbæjar og niðurstöður útboða.
Til að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Mosfellsbæjar og tryggja gæði vöru, þjónustu og verka sem Mosfellsbær kaupir er unnið eftir innkaupareglum Mosfellsbæjar. Reglurnar stuðla að því að litið sé til umhverfissjónarmiða og líftíma vöru við innkaup. Reglum þessum er ætlað að stuðla að því að Mosfellsbær hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé vönduð. Reglum þessum er ætlað að stuðla að því að almennar kröfur um stjórnfestu og fyrirsjáanleika í framkvæmd, gagnsæi, jafnræði og málskotsrétt séu virtar við innkaup.
Auglýst útboð
Opnun útboða
Lokuð útboð
Við lokað útboð skal senda orðsendingu um útboðið til þeirra sem kaupandi gefur kost á að gera tilboð. Í orðsendingunni skal, auk þess sem tilgreint er í 1. mgr., koma fram hvaða aðilum er gefinn kostur á að gera tilboð.
Fasteignir Mosfellsbæjar
Viðhald fasteigna Mosfellsbæjar er verkefni sem unnið er stöðugt að allt árið. Farið er jafnóðum í aðkallandi, minniháttar viðhaldsverkefni, en hvað varðar stærri verkefnin þá eru þau unnin í samvinnu við stofnanirnar á þeim tíma sem þykir henta best.
- Bókasafn
- Brúarland
- Félagslegar íbúðir í eigu Mosfellsbæjar
- Félagsmiðstöðin Bólið
- Frístundasel
- Fuglaskoðunarhús
- Hlégarður
- Íþróttamiðstöðin Lágafelli
- Íþróttamiðstöðin að Varmá
- Krikaskóli
- Lágafellsskóli
- Leikskólinn Hlíð
- Leikskólinn Hlaðhamrar
- Leikskólinn Hulduberg
- Leikskólinn Höfðaberg
- Leikskólinn Reykjakot
- Leirvogstunguskóli
- Leikvöllur Njarðarholti
- Listaskóli/Tónlistardeild
- Skátahúsið, gamla
- Tjaldsvæði – aðstöðuhús
- Vallarhús á Tungubökkum
- Varmárskóli
- Þjónustustöð