Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær er ungt land­mik­ið sveit­ar­fé­lag í örum vexti. Upp­bygg­ing er mik­il og marg­vís­leg­ar fram­kvæmd­ir í gangi á veg­um bæj­ar­ins.

Um­sókn­ir

Um­sókn um heim­ild vegna tíma­bund­inna við­burða eða fram­kvæmda

Heim­ild­in er veitt til tíma­bund­inn­ar lok­un­ar eða tak­mörk­un­ar á um­ferð gatna/stíga eða at­hafna á opn­um­svæð­um vegna við­burða, lagna­fram­kvæmda eða ann­arra fram­kvæmda til þess að tryggja ör­yggi veg­far­enda, fram­kvæmda­að­ila, verka­manna að störf­um eða vinnu­véla.

At­hug­ið að að­eins er um að ræða heim­ild til at­hafna/fram­kvæmda á landi í eigu Mos­fells­bæj­ar eða göt­um/stíg­um sem eru í um­sjá sveit­ar­fé­lags­ins.

Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi

Lýsa þarf eðli og um­fangi fram­kvæmda sem og sam­ræmi við gild­andi skipu­lag. Einn­ig áætl­uð­um fram­kvæmda­tíma, mót­vægisað­gerð­um og frá­gangs­áætlun ef við á.


Út­boð

Upp­lýs­ing­ar um aug­lýst út­boð á veg­um Mos­fells­bæj­ar og nið­ur­stöð­ur út­boða.

Til að stuðla að vönd­uð­um og hag­kvæm­um inn­kaup­um Mos­fells­bæj­ar og tryggja gæði vöru, þjón­ustu og verka sem Mos­fells­bær kaup­ir er unn­ið eft­ir inn­kauparegl­um Mos­fells­bæj­ar. Regl­urn­ar stuðla að því að lit­ið sé til um­hverf­is­sjón­ar­miða og líf­tíma vöru við inn­kaup. Regl­um þess­um er ætlað að stuðla að því að Mos­fells­bær hagi inn­kaup­um sín­um í sam­ræmi við góða við­skipta­hætti og tryggja að stjórn­sýsla á sviði inn­kaupa sé vönd­uð. Regl­um þess­um er ætlað að stuðla að því að al­menn­ar kröf­ur um stjórn­festu og fyr­ir­sjá­an­leika í fram­kvæmd, gagn­sæi, jafn­ræði og mál­skots­rétt séu virt­ar við inn­kaup.


Aug­lýst út­boð


Opn­un út­boða


Lok­uð út­boð

Við lokað út­boð skal senda orð­send­ingu um út­boð­ið til þeirra sem kaup­andi gef­ur kost á að gera til­boð. Í orð­send­ing­unni skal, auk þess sem til­greint er í 1. mgr., koma fram hvaða að­il­um er gef­inn kost­ur á að gera til­boð.


Fast­eign­ir Mos­fells­bæj­ar

Við­hald fast­eigna Mos­fells­bæj­ar er verk­efni sem unn­ið er stöð­ugt að allt árið. Far­ið er jafnóð­um í að­kallandi, minni­hátt­ar við­halds­verk­efni, en hvað varð­ar stærri verk­efn­in þá eru þau unn­in í sam­vinnu við stofn­an­irn­ar á þeim tíma sem þyk­ir henta best.

 • Bóka­safn
 • Brú­ar­land
 • Fé­lags­leg­ar íbúð­ir í eigu Mos­fells­bæj­ar
 • Fé­lags­mið­stöðin Ból­ið
 • Frí­stunda­sel
 • Fugla­skoð­un­ar­hús
 • Hlé­garð­ur
 • Íþróttamið­stöðin Lága­felli
 • Íþróttamið­stöðin að Varmá
 • Krika­skóli
 • Lága­fells­skóli
 • Leik­skól­inn Hlíð
 • Leik­skól­inn Hlað­hamr­ar
 • Leik­skól­inn Huldu­berg
 • Leik­skól­inn Höfða­berg
 • Leik­skól­inn Reykja­kot
 • Leir­vogstungu­skóli
 • Leik­völl­ur Njarð­ar­holti
 • Lista­skóli/Tón­list­ar­deild
 • Skáta­hús­ið, gamla
 • Tjald­svæði – að­stöðu­hús
 • Vall­ar­hús á Tungu­bökk­um
 • Varmár­skóli
 • Þjón­ustu­stöð
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00